7 ágú. 2004Ísland og Pólland leik annan leik sinn af þremur í Stykkishólmi í dag klukkan 16. Stykkishólmur er heimabær Snæfells sem hefur verið að gera það gott í íslenskum körfuknattleik undanfarið og í fyrsta skipti í sögu félagsins á það 3 leikmenn í landsliði Íslands. Snæfell hefur tekið þátt í Íslandsmótum frá því um 1970 og hefur verið stöðugur uppgangur þar frá upphafi, en þeir komust fyrst í Úrvalsdeild 1990 og náðu sínum besta árangri í vetur þegar þeir urðu deildarmeistarar og komust í úrslitaeinvígi Intersportdeildarinnar.. Formaður körfuknattleiksdeildar Snæfells er Gissur Tryggvason. Bæjarstjóri Stykkishólms er Óli Jón Gunnarsson og formaður Æskulýðs og íþróttanefndar bæjarins er körfuknattleikskempan Ríkharður Hrafnkelsson
Leikið í Stykkishólmi í dag
7 ágú. 2004Ísland og Pólland leik annan leik sinn af þremur í Stykkishólmi í dag klukkan 16. Stykkishólmur er heimabær Snæfells sem hefur verið að gera það gott í íslenskum körfuknattleik undanfarið og í fyrsta skipti í sögu félagsins á það 3 leikmenn í landsliði Íslands. Snæfell hefur tekið þátt í Íslandsmótum frá því um 1970 og hefur verið stöðugur uppgangur þar frá upphafi, en þeir komust fyrst í Úrvalsdeild 1990 og náðu sínum besta árangri í vetur þegar þeir urðu deildarmeistarar og komust í úrslitaeinvígi Intersportdeildarinnar.. Formaður körfuknattleiksdeildar Snæfells er Gissur Tryggvason. Bæjarstjóri Stykkishólms er Óli Jón Gunnarsson og formaður Æskulýðs og íþróttanefndar bæjarins er körfuknattleikskempan Ríkharður Hrafnkelsson