6 ágú. 2004U-16 ára landslið drengja lék sinn fyrsta leik af níu á tíu dögum þegar strákarnir mættu Ungverjum í dag í B-deild Evrópukeppninnar í Brighton á Englandi. Okkar strákar fóru með sigur af hólmi, 66-54, í hörkuleik og var það í lokin sem strákarnir skildu andstæðinga sína eftir. Ungverjar voru tveimur stigum yfir í hálfleik og síðan var jafnt eftir 3. leikhluta. Það var varnarleikurinn sem skilaði íslenska liðinu sigrinum, en Brynjar Björnsson var sá eini sem náði sér á strik sóknarlega. Ungverjar höfðu mikla yfirburði í fráköstunum. Strákarnir voru í miklum vandræðum á vítalínunni og misnotuðu alls 20 víti í leiknum. Ljósi punkturinn var varnarleikurinn sem var virkilega góður. Brynjar Björnsson 28 stig (10/17 fg, 3/8 3-fg, 4 frák, 5 tap, 3 stolnir), Hjörtur Einarsson 12 stig (3/14 fg, 6/14 ft, 10 frák, 4 stoð, 6 tap), Hörður Axel Vilhjálmsson 9 stig (3/11 fg, 0/2 3-fg, 3/8 ft, 5 frák, 7 tap, 6 stolnir), Emil Jóhannsson 8 stig 3/8 fg, 3 tap, 3 stolnir, Sigurður Þorsteinsson 7 (2/5 fg, 9 frák, 3 varin), Þröstur Jóhannsson 2 stig (2 frák). Hörður Helgi Hreiðarsson (4 frák). Hafþór Björnsson, Páll Kristinsson og Þórir Guðmundsson léku en komust ekki á blað. [v+]http://www.fibaeurope.com/Default.asp?gameID=3857-A-2-1&cid={A440F8BD-44CB-4159-9FC6-547E93455FE2}&compID={89EB60F8-7F8F-4FFB-9427-6103055F3511}&season=2004&roundID=3774&teamID=&[v-]Tölfræði leiksins[slod-]
Brynjar skaut Ungverja í kaf í Brighton
6 ágú. 2004U-16 ára landslið drengja lék sinn fyrsta leik af níu á tíu dögum þegar strákarnir mættu Ungverjum í dag í B-deild Evrópukeppninnar í Brighton á Englandi. Okkar strákar fóru með sigur af hólmi, 66-54, í hörkuleik og var það í lokin sem strákarnir skildu andstæðinga sína eftir. Ungverjar voru tveimur stigum yfir í hálfleik og síðan var jafnt eftir 3. leikhluta. Það var varnarleikurinn sem skilaði íslenska liðinu sigrinum, en Brynjar Björnsson var sá eini sem náði sér á strik sóknarlega. Ungverjar höfðu mikla yfirburði í fráköstunum. Strákarnir voru í miklum vandræðum á vítalínunni og misnotuðu alls 20 víti í leiknum. Ljósi punkturinn var varnarleikurinn sem var virkilega góður. Brynjar Björnsson 28 stig (10/17 fg, 3/8 3-fg, 4 frák, 5 tap, 3 stolnir), Hjörtur Einarsson 12 stig (3/14 fg, 6/14 ft, 10 frák, 4 stoð, 6 tap), Hörður Axel Vilhjálmsson 9 stig (3/11 fg, 0/2 3-fg, 3/8 ft, 5 frák, 7 tap, 6 stolnir), Emil Jóhannsson 8 stig 3/8 fg, 3 tap, 3 stolnir, Sigurður Þorsteinsson 7 (2/5 fg, 9 frák, 3 varin), Þröstur Jóhannsson 2 stig (2 frák). Hörður Helgi Hreiðarsson (4 frák). Hafþór Björnsson, Páll Kristinsson og Þórir Guðmundsson léku en komust ekki á blað. [v+]http://www.fibaeurope.com/Default.asp?gameID=3857-A-2-1&cid={A440F8BD-44CB-4159-9FC6-547E93455FE2}&compID={89EB60F8-7F8F-4FFB-9427-6103055F3511}&season=2004&roundID=3774&teamID=&[v-]Tölfræði leiksins[slod-]