4 ágú. 2004Ólympíulið Bandaríkjanna, sem skipað er leikmönnum úr NBA-deildinni, tapaði fyrir Ítalíu 78-95 í leik á móti í Köln í Þýskalandi í gær. Þetta er fyrsta tap bandarísks landsliðs á Ólympíuári, síðan NBA-leikmönnum var heimiluð þátttaka á leikunum árið 1992. Ítalir höfðu leikinn í hendi sér frá upphafi og voru 41-35 yfir í hálfleik. Carmelo Athony var stigahæstur hjá bandaríska liðinu með 19 stig, Tim Duncan var með 15 stig og Allen Iverson með 13 stig. Fróðlegt verður að fylgjast með liðinu á ÓL í Aþenu. Margir halda því fram að liðið eigi þar allt annað en sigurinn vísan og bilið milli Bandaríkjanna og annarra þjóða í körfubolta sé allt að því fullbrúað.
Tap hjá Bandaríkjunum gegn Ítalíu
4 ágú. 2004Ólympíulið Bandaríkjanna, sem skipað er leikmönnum úr NBA-deildinni, tapaði fyrir Ítalíu 78-95 í leik á móti í Köln í Þýskalandi í gær. Þetta er fyrsta tap bandarísks landsliðs á Ólympíuári, síðan NBA-leikmönnum var heimiluð þátttaka á leikunum árið 1992. Ítalir höfðu leikinn í hendi sér frá upphafi og voru 41-35 yfir í hálfleik. Carmelo Athony var stigahæstur hjá bandaríska liðinu með 19 stig, Tim Duncan var með 15 stig og Allen Iverson með 13 stig. Fróðlegt verður að fylgjast með liðinu á ÓL í Aþenu. Margir halda því fram að liðið eigi þar allt annað en sigurinn vísan og bilið milli Bandaríkjanna og annarra þjóða í körfubolta sé allt að því fullbrúað.