30 júl. 2004Stúlknalandslið Íslands, skipað stúlkum fæddum 1988 fór til Eistlands í gær og leikur þar 8 leiki í [v+]http://www.fibaeurope.com/Default.asp?pageID={51B09F82-3616-4365-834C-73F754ED020A}&cid={A440F8BD-44CB-4159-9FC6-547E93455FE2}&compID={FA457E52-F33D-4E6F-9C7C-AEAE089A859C}&season=2004&roundID=3777&[v-]B deild Evrópukeppninnar[slod-]. Efsta liðið kemst í A deild. Leikið verður í Rakvere í Eistlandi, austan við Tallinn. Annar riðill í B deild verður leikinn á sama tíma í Brcko í Bosníu og Herzevgoníu. Þessar stúlkur urðu Norðurlandameistarar í maí á Norðurlandamótinu í Svíþjóð. Þar unnu þær Svía í úrslitaleik 77-76 en Svíar eru einmitt með íslenska liðinu í riðli í Eistlandi, eins og Finnar en íslensku stelpurnar unnu þann leik 92-81. Þetta er í fyrsta skipti sem liðið tekur þátt í Evrópukeppni en 16 ára landslið hefur tvisvar tekið þátt í Promotion Cup, í Andorra 2000 og í Hafnarfirði 2002 þar sem liðið varð í öðru sæti og vann m.a. sinn stærsta sigur í sögunni 99-13 á Gíbraltar. Þrjár af leikmönnum liðsins hafa leiki A landsleiki þrátt fyrir ungan aldur, það eru þær Helena Sverrisdóttir og Ingibjörg Vilbergsdóttir með 3 leiki og María Ben Erlingsdóttir með 2 leiki. Þær María og Helena hafa báðar verði valdar besti nýliði 1. deildar kvenna. Hópurinn sem hélt utan er skipaður eftirfarandi leikmönnum: Nr Nafn Félag U16 leikir 4 Helena Sverrisdóttir Haukar 17 5 Helga Einarsdóttir Tindastóll 0 6 Bryndís Guðmundsdóttir Keflavík 12 7 Ingibjörg Vilbergsdóttir Njarðvík 12 8 Hrönn Þorgrímsdóttir Keflavík 5 9 Sara Dögg Ólafsdóttir Haukar 0 10 Guðrún Harpa Guðmundsdóttir Keflavík 5 11 Bára Fanney Hálfdánardóttir Haukar 5 12 Bára Bragadóttir Keflavík 5 13 Ingibjörg Skúladóttir Hrunamenn 5 14 Ragnheiður Theódórsdóttir Keflavík 5 15 María Ben Erlingsdóttir Keflavík 17 Þjálfari er Henning Henningsson 892-6359 Aðstoðarþjálfari er Jón Halldór Eðvaldsson 898-8858 Með í för er Kristinn Óskarsson dómari Dagskrá liðsins í Eistlandi: 30. júlí kl 17 (ísl tími) Holland 31. júlí kl 15 Eistland 1. ágúst kl 13 Litháen 2. ágúst kl 13 Finnland 3. ágúst kl 13 Lettland 5. ágúst kl 11 Írland 7. ágúst kl 11 England 8. ágúst kl 9 Svíþjóð
Stúlknalandslið Íslands í Eistlandi
30 júl. 2004Stúlknalandslið Íslands, skipað stúlkum fæddum 1988 fór til Eistlands í gær og leikur þar 8 leiki í [v+]http://www.fibaeurope.com/Default.asp?pageID={51B09F82-3616-4365-834C-73F754ED020A}&cid={A440F8BD-44CB-4159-9FC6-547E93455FE2}&compID={FA457E52-F33D-4E6F-9C7C-AEAE089A859C}&season=2004&roundID=3777&[v-]B deild Evrópukeppninnar[slod-]. Efsta liðið kemst í A deild. Leikið verður í Rakvere í Eistlandi, austan við Tallinn. Annar riðill í B deild verður leikinn á sama tíma í Brcko í Bosníu og Herzevgoníu. Þessar stúlkur urðu Norðurlandameistarar í maí á Norðurlandamótinu í Svíþjóð. Þar unnu þær Svía í úrslitaleik 77-76 en Svíar eru einmitt með íslenska liðinu í riðli í Eistlandi, eins og Finnar en íslensku stelpurnar unnu þann leik 92-81. Þetta er í fyrsta skipti sem liðið tekur þátt í Evrópukeppni en 16 ára landslið hefur tvisvar tekið þátt í Promotion Cup, í Andorra 2000 og í Hafnarfirði 2002 þar sem liðið varð í öðru sæti og vann m.a. sinn stærsta sigur í sögunni 99-13 á Gíbraltar. Þrjár af leikmönnum liðsins hafa leiki A landsleiki þrátt fyrir ungan aldur, það eru þær Helena Sverrisdóttir og Ingibjörg Vilbergsdóttir með 3 leiki og María Ben Erlingsdóttir með 2 leiki. Þær María og Helena hafa báðar verði valdar besti nýliði 1. deildar kvenna. Hópurinn sem hélt utan er skipaður eftirfarandi leikmönnum: Nr Nafn Félag U16 leikir 4 Helena Sverrisdóttir Haukar 17 5 Helga Einarsdóttir Tindastóll 0 6 Bryndís Guðmundsdóttir Keflavík 12 7 Ingibjörg Vilbergsdóttir Njarðvík 12 8 Hrönn Þorgrímsdóttir Keflavík 5 9 Sara Dögg Ólafsdóttir Haukar 0 10 Guðrún Harpa Guðmundsdóttir Keflavík 5 11 Bára Fanney Hálfdánardóttir Haukar 5 12 Bára Bragadóttir Keflavík 5 13 Ingibjörg Skúladóttir Hrunamenn 5 14 Ragnheiður Theódórsdóttir Keflavík 5 15 María Ben Erlingsdóttir Keflavík 17 Þjálfari er Henning Henningsson 892-6359 Aðstoðarþjálfari er Jón Halldór Eðvaldsson 898-8858 Með í för er Kristinn Óskarsson dómari Dagskrá liðsins í Eistlandi: 30. júlí kl 17 (ísl tími) Holland 31. júlí kl 15 Eistland 1. ágúst kl 13 Litháen 2. ágúst kl 13 Finnland 3. ágúst kl 13 Lettland 5. ágúst kl 11 Írland 7. ágúst kl 11 England 8. ágúst kl 9 Svíþjóð