30 júl. 2004Malta er búin að vinna alla sína þrjá leiki til þessa á mótinu, unnu Azerbaidjan með 3 stigum, 72-69 (Ísland -8), Skota með 18 stigum, 57-39, (Ísland +41) og svo Andorra með 36 stigum, 67-31 (Ísland +61). Lúxemborg er eina annað liðið á mótinu sem hefur ekki tapað leik og þær hafa þegar tryggt sér sæti í úrslitaleiknum. Í Möltuliðinu er stigahaæti leikmaður mótsins, miðherjinn sterki Josephine Grima sem hefur skorað 19,3 stig að meðaltali í leik auk þess að taka 9,3 fráköst, verja 3,3 skot og stela 5 boltum að meðaltali. Möltuliðið vann alla 3 leiki sína á Smáþjóðaleikunum á síðasta ári og hefur því unnið sex leiki í röð á Smáþjóðamótum. Kvennakörfuboltinn á Möltu er greinilega í mikilli sókn því á Promotion Cup fyrir tveimur árum endaði Malta í 6. sæti af átta liðum og tapaði þá með 26 stigum fyrir Íslandi, 49-75. Malta vann hinsvegar leik liðanna á Smáþjóðaleikunum í fyrra með stigum, 12 stigum 47-59.
Möltuliðið hefur unnið sex leiki í röð
30 júl. 2004Malta er búin að vinna alla sína þrjá leiki til þessa á mótinu, unnu Azerbaidjan með 3 stigum, 72-69 (Ísland -8), Skota með 18 stigum, 57-39, (Ísland +41) og svo Andorra með 36 stigum, 67-31 (Ísland +61). Lúxemborg er eina annað liðið á mótinu sem hefur ekki tapað leik og þær hafa þegar tryggt sér sæti í úrslitaleiknum. Í Möltuliðinu er stigahaæti leikmaður mótsins, miðherjinn sterki Josephine Grima sem hefur skorað 19,3 stig að meðaltali í leik auk þess að taka 9,3 fráköst, verja 3,3 skot og stela 5 boltum að meðaltali. Möltuliðið vann alla 3 leiki sína á Smáþjóðaleikunum á síðasta ári og hefur því unnið sex leiki í röð á Smáþjóðamótum. Kvennakörfuboltinn á Möltu er greinilega í mikilli sókn því á Promotion Cup fyrir tveimur árum endaði Malta í 6. sæti af átta liðum og tapaði þá með 26 stigum fyrir Íslandi, 49-75. Malta vann hinsvegar leik liðanna á Smáþjóðaleikunum í fyrra með stigum, 12 stigum 47-59.