29 júl. 2004Íslensku stelpurnar fengu skell í þriðja leik sínum á Promotion Cup í Andorra þegar þær töpuðu með átta stigum gegn Azerbaidjan í kvöld. Azerbaidjan komst mest í 30-18 í fyrri hálfleik en tveimur stigum munaði á liðunum í hálfleik, 30-32. Þrátt fyrir þessa viðvörun í fyrri breyttist lítið til batnaðar í seinni hálfleik og Azerbaidjan hafði tögl og hagldir á leiknum allan tímann. Erla Þorsteinsdóttir var stigahæst með 17 stig, Birna Valgarðsdóttir gerði 13 og Alda Leif Jónsdóttir var með 12. Íslenska liðið hitti aðeins úr 3 af 23 þriggja stiga skotum, Alda Leif hitti úr 2 af 4 en restin af liðinu aðeins úr 1 af 19. Þá tóku leikmenn Azerbaidjan 23 sóknarfráköst til viðbótar að þær spiluðu langar sóknir sem virtust slá íslensku stelpurnar útaf laginu. Þad var ljóst á leik íslenska liðsins að stórir sigrar á Skotum (85-44) og Andorra (96-35) höfðu stigið íslenskum stelpunum til höfuðs því thær voru andlausar og nánast óþekkjanlegar í leiknum frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Það eina góða við leikinn er að hann skiptir ekki öllu máli, því ætli stelpurnar sér í úrslitaleikinn þá hefdu þær hvort sem er þurft að vinna Möltu í lokaleiknum í riðlinum á morgun. Malta hefur unnið alla sína leiki og lagði Skota að velli með 18 stiga mun í dag, 57-39. Staðan eftir leikhlutum: Eftir fyrsta leikhluta: 14-18 Í hálfleik: 30-32 (Azerbaidjan komst yfir í 18-30) Eftir þriðja leikhluta: 44-52 Fjórði leikhluti: Íslenska liðið minnkaði muninn í 3 stig, 59-60, og jafnaði leikinn í 62-62. Azerbaidjan vann síðustu 2:30 med 8 stigum, 13-5. Atkvæðamestar hjá Íslandi í leiknum: Erla Þorsteinsdóttir 17 (10 fráköst) Birna Valgarðsdóttir 13 ( 4 stoðs., 3 stolnir) Alda Leif Jónsdóttir 12 (7 stoðs., 5 fráköst, 3 stolnir) Sólveig Gunnlaugsdóttir 6 (4 stolnir á 15 mín) Signý Hermannsdóttir 6 (6 fráköst, 3 varin) Anna María Sveinsdóttir 5 (10 fráköst, 3 stoðs.)
Óþekkjanlegt lið - átta stiga tap gegn Azerbaidjan
29 júl. 2004Íslensku stelpurnar fengu skell í þriðja leik sínum á Promotion Cup í Andorra þegar þær töpuðu með átta stigum gegn Azerbaidjan í kvöld. Azerbaidjan komst mest í 30-18 í fyrri hálfleik en tveimur stigum munaði á liðunum í hálfleik, 30-32. Þrátt fyrir þessa viðvörun í fyrri breyttist lítið til batnaðar í seinni hálfleik og Azerbaidjan hafði tögl og hagldir á leiknum allan tímann. Erla Þorsteinsdóttir var stigahæst með 17 stig, Birna Valgarðsdóttir gerði 13 og Alda Leif Jónsdóttir var með 12. Íslenska liðið hitti aðeins úr 3 af 23 þriggja stiga skotum, Alda Leif hitti úr 2 af 4 en restin af liðinu aðeins úr 1 af 19. Þá tóku leikmenn Azerbaidjan 23 sóknarfráköst til viðbótar að þær spiluðu langar sóknir sem virtust slá íslensku stelpurnar útaf laginu. Þad var ljóst á leik íslenska liðsins að stórir sigrar á Skotum (85-44) og Andorra (96-35) höfðu stigið íslenskum stelpunum til höfuðs því thær voru andlausar og nánast óþekkjanlegar í leiknum frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Það eina góða við leikinn er að hann skiptir ekki öllu máli, því ætli stelpurnar sér í úrslitaleikinn þá hefdu þær hvort sem er þurft að vinna Möltu í lokaleiknum í riðlinum á morgun. Malta hefur unnið alla sína leiki og lagði Skota að velli með 18 stiga mun í dag, 57-39. Staðan eftir leikhlutum: Eftir fyrsta leikhluta: 14-18 Í hálfleik: 30-32 (Azerbaidjan komst yfir í 18-30) Eftir þriðja leikhluta: 44-52 Fjórði leikhluti: Íslenska liðið minnkaði muninn í 3 stig, 59-60, og jafnaði leikinn í 62-62. Azerbaidjan vann síðustu 2:30 med 8 stigum, 13-5. Atkvæðamestar hjá Íslandi í leiknum: Erla Þorsteinsdóttir 17 (10 fráköst) Birna Valgarðsdóttir 13 ( 4 stoðs., 3 stolnir) Alda Leif Jónsdóttir 12 (7 stoðs., 5 fráköst, 3 stolnir) Sólveig Gunnlaugsdóttir 6 (4 stolnir á 15 mín) Signý Hermannsdóttir 6 (6 fráköst, 3 varin) Anna María Sveinsdóttir 5 (10 fráköst, 3 stoðs.)