28 júl. 2004Malta er efst í íslenska riðlinum eftir fyrstu tvo dagana á Promotion Cup kvenna en Möltustelpurnar hafa unnið báa sína leiki, fyrst 67-31 á gestgjöfunum í Andorra og svo 72-68 sigur á Azerbadjan í spennandi leik í dag. Íslenska liðið hefur leikið einum leik farra af því að liðið hvíldi í gær. Lið Möltu er það sama og vann Smáþjóðaleikana á síðasta ári en Möltubúar hafa tekið miklum framförum í kvennakörfu síðustu ár, sem sést kannski vel á því að Ísland vann leik þjóðanna á Möltu árið 1996 með 42 stiga mun, 92-50. Skotar, sem steinlágu fyrir íslenska liðinu í gær, unnu nauman sigur á Andorra í seinni leiknum í gær en Ísland mætir einmitt liði Andorra í kvöld.
Malta búið að vinna báða leikina sína
28 júl. 2004Malta er efst í íslenska riðlinum eftir fyrstu tvo dagana á Promotion Cup kvenna en Möltustelpurnar hafa unnið báa sína leiki, fyrst 67-31 á gestgjöfunum í Andorra og svo 72-68 sigur á Azerbadjan í spennandi leik í dag. Íslenska liðið hefur leikið einum leik farra af því að liðið hvíldi í gær. Lið Möltu er það sama og vann Smáþjóðaleikana á síðasta ári en Möltubúar hafa tekið miklum framförum í kvennakörfu síðustu ár, sem sést kannski vel á því að Ísland vann leik þjóðanna á Möltu árið 1996 með 42 stiga mun, 92-50. Skotar, sem steinlágu fyrir íslenska liðinu í gær, unnu nauman sigur á Andorra í seinni leiknum í gær en Ísland mætir einmitt liði Andorra í kvöld.