28 júl. 2004Erla Þorsteinsdóttir, fyrirlidi íslenska kvennalandsliðsins mun hvíla í kvöld þegar Ísland spilar sinn annan leik á Promotion Cup í Andorra. Erla glímir við meiðsli á framanverðum fæti og hefur ekkert getað æft síðan hún spilaði gegn Skotum á mánudagskvöldið. Leikurinn hefst klukkan 18.30 að íslenskum tíma. Erla meiddist fyrir mót en spilaði engu að síður 16 mínútur í fyrsta leiknum og skoraði á þeim 7 stig. Erla hitti úr 3 af 5 skotum og sýndi sína velþekktu harðfylgni en vegna mikilvægra leikja sem eru næstu tvo daga tók Ívar Ásgrímsson, þjálfari þá ákvörðun að hvíla Erlu í kvöld. Það verður hægt að sjá það helsta um leikinn innan við klukkutíma eftir að honum lýkur eða fyrir klukkan 21.30.
Fyrirliðinn hvílir gegn Andorra i kvöld
28 júl. 2004Erla Þorsteinsdóttir, fyrirlidi íslenska kvennalandsliðsins mun hvíla í kvöld þegar Ísland spilar sinn annan leik á Promotion Cup í Andorra. Erla glímir við meiðsli á framanverðum fæti og hefur ekkert getað æft síðan hún spilaði gegn Skotum á mánudagskvöldið. Leikurinn hefst klukkan 18.30 að íslenskum tíma. Erla meiddist fyrir mót en spilaði engu að síður 16 mínútur í fyrsta leiknum og skoraði á þeim 7 stig. Erla hitti úr 3 af 5 skotum og sýndi sína velþekktu harðfylgni en vegna mikilvægra leikja sem eru næstu tvo daga tók Ívar Ásgrímsson, þjálfari þá ákvörðun að hvíla Erlu í kvöld. Það verður hægt að sjá það helsta um leikinn innan við klukkutíma eftir að honum lýkur eða fyrir klukkan 21.30.