28 júl. 2004Íslensku stelpurnar hafa byrjað Promotion Cup í Andorra á bestan mögulegan hátt með tveimur auðveldum sigrum, fyrst 85-44 á Skotum, [v+]http://www.kki.is/leikvarp/tolfraedi.asp?Leikur=1500002016_1_1[v-]85-44[slod-], í fyrrakvöld og svo 61 stigs sigur á gestgjöfunum frá Andorra, [v+]http://www.kki.is/leikvarp/tolfraedi.asp?Leikur=1500002016_1_3[v-]96-35[slod-], í kvöld. Birna Valgarðsdóttir skoraði 27 stig og Alda Leif Jónsdóttir var með 18. Líkt og í fyrsta leiknum byrjuðu íslensku stelpurnar af miklum krafti og annan leikinn í röð komust þær 18-0 yfir í upphafi leiks. Skotar skoruðu ekki fyrstu 5 mínúturnar á mánudaginn og það tók Andorra 5 mínútur og 15 sekúndur að brjóta múrinn í kvöld. Eftir þessa frábæru byrjun var sigurinn í öruggum höndum. Birna Valgarðsdóttir sýndi það hvernig maður heldur upp á 50. landsleikinn því hún var frábær í kvöld. Birna skoraði meðal annars tvær 3ja stiga körfur á fyrstu mínútu leiksins og endaði með 27 stig á aðeins 26 mínútum. Birna hitti úr 9 af 11 skotum sínum þar af öllum skotum sínum fyrir innan 3ja stiga línuna. Ívar Ásgrímsson leyfði öllum að spila heilmikið en eins og áður kom fram hvíldi fyrirliðinn, Erla Þorsteinsdóttir, í þessum leik en hún er að ná sér af meiðslum. Vonandi verður hún klár gegn liði Azerbadjan annað kvöld en það lið er skipað mjög hávöxnum leikmönnum. Skotland gerði sér samt lítið fyrir og vann lið Azerbadjan 87-72 í fyrri leik dagsins í riðli Íslands. Staðan eftir leikhlutum: Eftir 1. leikhluta: 29-7 Eftir 2. leikhluta: 49-23 Eftir 3. leikhluta: 76-31 Atkvæðamestar: Birna Valgarðsdóttir 27 stig (9 af 11 í skotum, 5 stolnir, 26 mín.) Alda Leif Jónsdóttir 18 stig (7 af 12 í skotum, 5 stolnir, 3 varin) Hildur Sigurðardóttir 12 stig (4 fráköst, 3 stoðs.) Signý Hermannsdóttir 11 stig (8 fráköst, 4 varin, 3 stolnir) Anna María Sveinsdóttir 9 stig (5 fráköst, 7 stoðs., 21 mín.) Erla Reynisdóttir 7 stig (7 fráköst, 6 stoðs.)
Annar auðveldur sigur á Promotion Cup
28 júl. 2004Íslensku stelpurnar hafa byrjað Promotion Cup í Andorra á bestan mögulegan hátt með tveimur auðveldum sigrum, fyrst 85-44 á Skotum, [v+]http://www.kki.is/leikvarp/tolfraedi.asp?Leikur=1500002016_1_1[v-]85-44[slod-], í fyrrakvöld og svo 61 stigs sigur á gestgjöfunum frá Andorra, [v+]http://www.kki.is/leikvarp/tolfraedi.asp?Leikur=1500002016_1_3[v-]96-35[slod-], í kvöld. Birna Valgarðsdóttir skoraði 27 stig og Alda Leif Jónsdóttir var með 18. Líkt og í fyrsta leiknum byrjuðu íslensku stelpurnar af miklum krafti og annan leikinn í röð komust þær 18-0 yfir í upphafi leiks. Skotar skoruðu ekki fyrstu 5 mínúturnar á mánudaginn og það tók Andorra 5 mínútur og 15 sekúndur að brjóta múrinn í kvöld. Eftir þessa frábæru byrjun var sigurinn í öruggum höndum. Birna Valgarðsdóttir sýndi það hvernig maður heldur upp á 50. landsleikinn því hún var frábær í kvöld. Birna skoraði meðal annars tvær 3ja stiga körfur á fyrstu mínútu leiksins og endaði með 27 stig á aðeins 26 mínútum. Birna hitti úr 9 af 11 skotum sínum þar af öllum skotum sínum fyrir innan 3ja stiga línuna. Ívar Ásgrímsson leyfði öllum að spila heilmikið en eins og áður kom fram hvíldi fyrirliðinn, Erla Þorsteinsdóttir, í þessum leik en hún er að ná sér af meiðslum. Vonandi verður hún klár gegn liði Azerbadjan annað kvöld en það lið er skipað mjög hávöxnum leikmönnum. Skotland gerði sér samt lítið fyrir og vann lið Azerbadjan 87-72 í fyrri leik dagsins í riðli Íslands. Staðan eftir leikhlutum: Eftir 1. leikhluta: 29-7 Eftir 2. leikhluta: 49-23 Eftir 3. leikhluta: 76-31 Atkvæðamestar: Birna Valgarðsdóttir 27 stig (9 af 11 í skotum, 5 stolnir, 26 mín.) Alda Leif Jónsdóttir 18 stig (7 af 12 í skotum, 5 stolnir, 3 varin) Hildur Sigurðardóttir 12 stig (4 fráköst, 3 stoðs.) Signý Hermannsdóttir 11 stig (8 fráköst, 4 varin, 3 stolnir) Anna María Sveinsdóttir 9 stig (5 fráköst, 7 stoðs., 21 mín.) Erla Reynisdóttir 7 stig (7 fráköst, 6 stoðs.)