20 júl. 2004Um síðustu helgi kláruðust seinni úrtaksæfingar hjá landsliði drengja fæddum 1987 U-87 Alls voru átta æfingar hjá hópnum og mættu 36 strákar af 56 sem boðaðir voru á æfingarnar. Nú er næsta verkefni að velja 24 manna hóp sem mun æfa fram að áramótum, en þá verður fækkað aftur í hópnum. Landsliðið er að undirbúa sig fyrir átökin sumarið 2005. U-87 liðið stóð sig mjög vel á síðasta Evrópumóti en þá komust þeir uppúr undanriðlinum og í milliriðla sem fóru fram í Tyrklandi. Það var síðan ákveðið að draga liðið út þar sem að Stríðið í Írak var í fullum gangi. Í dag er fyrirkomulag Evrópukeppninar breytt því nú er þjóðunum skipt í A og B hópa. Öll íslensku liðin eru einsog stendur í B hóp en sigurvegarar B hóp færist uppí A hóp árið á eftir. Þjálfari liðsins er Ingi Þór Steinþórsson
U-87 landslið drengja á fullu
20 júl. 2004Um síðustu helgi kláruðust seinni úrtaksæfingar hjá landsliði drengja fæddum 1987 U-87 Alls voru átta æfingar hjá hópnum og mættu 36 strákar af 56 sem boðaðir voru á æfingarnar. Nú er næsta verkefni að velja 24 manna hóp sem mun æfa fram að áramótum, en þá verður fækkað aftur í hópnum. Landsliðið er að undirbúa sig fyrir átökin sumarið 2005. U-87 liðið stóð sig mjög vel á síðasta Evrópumóti en þá komust þeir uppúr undanriðlinum og í milliriðla sem fóru fram í Tyrklandi. Það var síðan ákveðið að draga liðið út þar sem að Stríðið í Írak var í fullum gangi. Í dag er fyrirkomulag Evrópukeppninar breytt því nú er þjóðunum skipt í A og B hópa. Öll íslensku liðin eru einsog stendur í B hóp en sigurvegarar B hóp færist uppí A hóp árið á eftir. Þjálfari liðsins er Ingi Þór Steinþórsson