5 júl. 2004FIBA hefur í samráði við heimamenn í Japan ákveðið í hvaða borgum Heimsmeistaramótið í körfuknattleik karla fer fram árið 2006. Riðlakeppnin mun fara fram í Hokkaido, Miyagi, Shizuoka og Hiroshima en úrslitaleikirnir verða leiknir í Saitama. Þetta er í 15. skipti sem mótið fer fram en aðeins í annað skipti sem það er haldið í Asíu en fyrir 28 árum var mótið haldið á Filipseyjum. Ákveðið hefur verið að fjölga þátttökuþjóðunum úr 16 í 24 og skiptist það þannig milli heimsálfa að Evrópa sendir 6 þjóðir, Ameríka 5, Asía 3, Afríka 3, Eyjaálfa 2 auk heimamanna, Japana í þessu tilviki. Það verða því leiknir 80 leikir í Japan seinni hluta ágústmánaðar 2006. Heimamenn í Japan hafa einungis þrisvar tekið þátt í heimsmeistaramóti og aldrei orðið ofar en í 11. sæti, í Uruguay árið 1967. Síðast voru þeir með í Grikklandi 1998 þar sem þeir enduðu í 14. sæti. Júgóslavar eru núverandi heimsmeistarar en þeir leika undir merkjum Serbíu og Svartfjallalands nú um stundir.
Heimsmeistaramótið í Japan
5 júl. 2004FIBA hefur í samráði við heimamenn í Japan ákveðið í hvaða borgum Heimsmeistaramótið í körfuknattleik karla fer fram árið 2006. Riðlakeppnin mun fara fram í Hokkaido, Miyagi, Shizuoka og Hiroshima en úrslitaleikirnir verða leiknir í Saitama. Þetta er í 15. skipti sem mótið fer fram en aðeins í annað skipti sem það er haldið í Asíu en fyrir 28 árum var mótið haldið á Filipseyjum. Ákveðið hefur verið að fjölga þátttökuþjóðunum úr 16 í 24 og skiptist það þannig milli heimsálfa að Evrópa sendir 6 þjóðir, Ameríka 5, Asía 3, Afríka 3, Eyjaálfa 2 auk heimamanna, Japana í þessu tilviki. Það verða því leiknir 80 leikir í Japan seinni hluta ágústmánaðar 2006. Heimamenn í Japan hafa einungis þrisvar tekið þátt í heimsmeistaramóti og aldrei orðið ofar en í 11. sæti, í Uruguay árið 1967. Síðast voru þeir með í Grikklandi 1998 þar sem þeir enduðu í 14. sæti. Júgóslavar eru núverandi heimsmeistarar en þeir leika undir merkjum Serbíu og Svartfjallalands nú um stundir.