1 júl. 2004Körfuknattleiksdeild Breiðabliks hyggst bjóða Kópavogsbúum bolta til afnota á körfuboltavöllum í bænum. Boltarnir verða til taks við flest allar útikörfur í bænum og gefst fólki kostur á að nota þá. Að sögn Eggerts Baldvinssonar, formanns körfuknattleiksdeildarinnar, er hér um að ræða spennandi verkefni sem ætti að auka notkunina á körfuboltavöllum í bænum og vonandi um leið efla ennfrekar áhugann á íþróttinni í Kópavogi. Verkefnið fer í gang nú í byrjun júlí og stendur þangað til grunnskólar hefjast í lok ágúst. [v+]http://www.breidablik.is/news.asp?cat_id=6[v-]Af vef Breiðablik[slod-].
Boltar til taks við útikörfur í Kópavogi
1 júl. 2004Körfuknattleiksdeild Breiðabliks hyggst bjóða Kópavogsbúum bolta til afnota á körfuboltavöllum í bænum. Boltarnir verða til taks við flest allar útikörfur í bænum og gefst fólki kostur á að nota þá. Að sögn Eggerts Baldvinssonar, formanns körfuknattleiksdeildarinnar, er hér um að ræða spennandi verkefni sem ætti að auka notkunina á körfuboltavöllum í bænum og vonandi um leið efla ennfrekar áhugann á íþróttinni í Kópavogi. Verkefnið fer í gang nú í byrjun júlí og stendur þangað til grunnskólar hefjast í lok ágúst. [v+]http://www.breidablik.is/news.asp?cat_id=6[v-]Af vef Breiðablik[slod-].