28 jún. 2004Sú fregn hefur borist okkur að Rafn Jónsson - eða Rabbi - eins og hann var ávallt nefndur, hafi andast á heimili sínu í gær eftir erfiða baráttu sína við MND-sjúkdóminn illvíga. Rabbi var ötull stuðingsmaður og sjálfboðaliði innan körfuknattleikshreyfingarinnar um langt skeið - þótt ýmsir kunni einnig að minnast hans sem afkastamikils og þekkts tónlistarmanns. Starfaði Rabbi einkum fyrir sitt lið - KFÍ á Ísafirði - og var dyggur stuðingsmaður sinna manna að vestan þrátt fyrir að hafa verið nágranni minn í Hafnarfirði undanfarinn áratug eða svo. Undirritaður bar gæfu til þess að kynnast Rabba, bæði í gegnum körfuknattleikinn og raunar einnig í gegnum viðskipti vegna starfsins. Í öllum samskiptum kom í ljós mikil jákvæðni Rabba og heiðarleiki. Með alla sína erfiðleika vegna sjúkdómsins fékk hann með fölskvalausri jákvæðni sinni marga heilbrigðari samborgara sína til að finna til samviskubits yfir neikvæðni vegna smávægilegri dægurvandamála. Ég vil fyrir hönd stjórnar og starfsfólks Körfuknattleikssambands Íslands senda aðstandendum samúðarkveðjur. Ólafur Rafnsson, formaður KKÍ.
Minning - Rafn Jónsson
28 jún. 2004Sú fregn hefur borist okkur að Rafn Jónsson - eða Rabbi - eins og hann var ávallt nefndur, hafi andast á heimili sínu í gær eftir erfiða baráttu sína við MND-sjúkdóminn illvíga. Rabbi var ötull stuðingsmaður og sjálfboðaliði innan körfuknattleikshreyfingarinnar um langt skeið - þótt ýmsir kunni einnig að minnast hans sem afkastamikils og þekkts tónlistarmanns. Starfaði Rabbi einkum fyrir sitt lið - KFÍ á Ísafirði - og var dyggur stuðingsmaður sinna manna að vestan þrátt fyrir að hafa verið nágranni minn í Hafnarfirði undanfarinn áratug eða svo. Undirritaður bar gæfu til þess að kynnast Rabba, bæði í gegnum körfuknattleikinn og raunar einnig í gegnum viðskipti vegna starfsins. Í öllum samskiptum kom í ljós mikil jákvæðni Rabba og heiðarleiki. Með alla sína erfiðleika vegna sjúkdómsins fékk hann með fölskvalausri jákvæðni sinni marga heilbrigðari samborgara sína til að finna til samviskubits yfir neikvæðni vegna smávægilegri dægurvandamála. Ég vil fyrir hönd stjórnar og starfsfólks Körfuknattleikssambands Íslands senda aðstandendum samúðarkveðjur. Ólafur Rafnsson, formaður KKÍ.