25 jún. 2004Belgía sigraði Ísland, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2004/00002018/20180101.htm [v-]78-88[slod-], í vináttulandsleik þjóðanna í Borgarnesi í gærkvöld. Hart var tekist á í leiknum og alls voru dæmdar 53 villur á liðin, þar af tvær óíþróttamannslegar villur og tvær tæknivillur. Annar leikur þjóðanna verður í Keflavík í kvöld kl. 21:00. Belgar hófu leikinn í gær af miklum krafti og skoraðu 9 fyrstu stigin. Okkar menn náðu að minnka muninn í tvö stig en tíu stigum munaði í lok fjórðungsins. Annar fjórðungur var kaflaskiptur. Ísland áttu fyrri hlutann, staðan 26-30 um hann miðjan, en 30-47 þegar flautað var til leikhlés. Mikil barátta einkenndi allan síðari hálfleik, íslenska liðið neitaði að gefast upp og með mikilli baráttu tókst því að minnka muninn í fjögur stig 69-73 um miðjan lokafjórðunginn. Lokatölur voru síðan 78-88 eins og fyrr greinir. Nýliðinn Arnar Freyr Jónsson var stigahæstur í sínum fyrsta landsleik með 13 stig (3 stoðs.), Hlynur Bæringsson gerði 12 stig, (3/3 í 3ja stiga skotum, 5 fráköst), Helgi Magnússon 11, Magnús Þór Gunnarsson 10, Páll Axel Vilbergsson fyrirliði 9 (5 fráköst, 3 stoðs. 3 stolnir), Friðrik Stefánsson 8 (4 fráköst, 2 varin, 2 stoðs.), Fannar Ólafsson 7 og Jakob Sigurðarson 4, Páll Kristinsson 2 (3 fráköst, 3 stoðs.) og Sigurður Þorvaldsson 2 (6 fráköst). Lárus Jónsson lék einnig sinn fyrsta landsleik en náði ekki að skora. Jón N. Hafsteinsson lék einnig í gær. Leikinn dæmdu þeir Rögnvaldur Hreiðarsson og Björgvin Rúnarsson. Í kvöld mætast þjóðirnar kl. 21:00 í Keflavík. Búast má við hörkuleik, þar sem ekkert verður gefið eftir. mt: Vígsluleikur nýja parketgólfsins í Borgarnesi að hefjast með dómarakasti.
Tíu stiga tap staðreynd
25 jún. 2004Belgía sigraði Ísland, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2004/00002018/20180101.htm [v-]78-88[slod-], í vináttulandsleik þjóðanna í Borgarnesi í gærkvöld. Hart var tekist á í leiknum og alls voru dæmdar 53 villur á liðin, þar af tvær óíþróttamannslegar villur og tvær tæknivillur. Annar leikur þjóðanna verður í Keflavík í kvöld kl. 21:00. Belgar hófu leikinn í gær af miklum krafti og skoraðu 9 fyrstu stigin. Okkar menn náðu að minnka muninn í tvö stig en tíu stigum munaði í lok fjórðungsins. Annar fjórðungur var kaflaskiptur. Ísland áttu fyrri hlutann, staðan 26-30 um hann miðjan, en 30-47 þegar flautað var til leikhlés. Mikil barátta einkenndi allan síðari hálfleik, íslenska liðið neitaði að gefast upp og með mikilli baráttu tókst því að minnka muninn í fjögur stig 69-73 um miðjan lokafjórðunginn. Lokatölur voru síðan 78-88 eins og fyrr greinir. Nýliðinn Arnar Freyr Jónsson var stigahæstur í sínum fyrsta landsleik með 13 stig (3 stoðs.), Hlynur Bæringsson gerði 12 stig, (3/3 í 3ja stiga skotum, 5 fráköst), Helgi Magnússon 11, Magnús Þór Gunnarsson 10, Páll Axel Vilbergsson fyrirliði 9 (5 fráköst, 3 stoðs. 3 stolnir), Friðrik Stefánsson 8 (4 fráköst, 2 varin, 2 stoðs.), Fannar Ólafsson 7 og Jakob Sigurðarson 4, Páll Kristinsson 2 (3 fráköst, 3 stoðs.) og Sigurður Þorvaldsson 2 (6 fráköst). Lárus Jónsson lék einnig sinn fyrsta landsleik en náði ekki að skora. Jón N. Hafsteinsson lék einnig í gær. Leikinn dæmdu þeir Rögnvaldur Hreiðarsson og Björgvin Rúnarsson. Í kvöld mætast þjóðirnar kl. 21:00 í Keflavík. Búast má við hörkuleik, þar sem ekkert verður gefið eftir. mt: Vígsluleikur nýja parketgólfsins í Borgarnesi að hefjast með dómarakasti.