25 maí 2004KKÍ efndi til stuttrar móttöku í húsakynnum ÍSÍ í gærkvöldi, en ungmennalandslið Íslands snéru heim í gær eftir mikla frægðarför til Svíþjóðar. Þrjú lið snéru sem kunnugt er heim með bikar og Norðurlandameistaratitil í farteskinu og verður þetta afrek skráð stórum stöfum í sögubækur. Liðunum sjálfum, þjálfurum, fararstjórum, forráðamönnum liða, dómurum og fulltrúum íþróttahreyfingarinnar var boðið til þessa kaffisamsætis, enda eru þetta þeir aðilar sem eiga hvað mestan heiður af frammistöðu ungmennana. Ólafur Rafnsson, formaður KKÍ, og Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, héldu stuttar ræður og sagði Ellert m.a. að hann efaðist ekki um að ungmennalandsliðin í körfuknattleik hefðu unnið eitthvert mesta íþróttaafrek sögunnar, þrír titlar á einu og sama mótinu væri stórkostlegt afrek. Þá afhenti Ólafur Rafnsson leikmönnum liðanna, þjálfurum, fararstjórum og dómurum sérmerktan bol í viðurkenningarskyni.
Norðurlandameisturum fagnað
25 maí 2004KKÍ efndi til stuttrar móttöku í húsakynnum ÍSÍ í gærkvöldi, en ungmennalandslið Íslands snéru heim í gær eftir mikla frægðarför til Svíþjóðar. Þrjú lið snéru sem kunnugt er heim með bikar og Norðurlandameistaratitil í farteskinu og verður þetta afrek skráð stórum stöfum í sögubækur. Liðunum sjálfum, þjálfurum, fararstjórum, forráðamönnum liða, dómurum og fulltrúum íþróttahreyfingarinnar var boðið til þessa kaffisamsætis, enda eru þetta þeir aðilar sem eiga hvað mestan heiður af frammistöðu ungmennana. Ólafur Rafnsson, formaður KKÍ, og Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, héldu stuttar ræður og sagði Ellert m.a. að hann efaðist ekki um að ungmennalandsliðin í körfuknattleik hefðu unnið eitthvert mesta íþróttaafrek sögunnar, þrír titlar á einu og sama mótinu væri stórkostlegt afrek. Þá afhenti Ólafur Rafnsson leikmönnum liðanna, þjálfurum, fararstjórum og dómurum sérmerktan bol í viðurkenningarskyni.