23 maí 2004Íslendingurinn Óskar Þórðarson er aðstoðarþjálfari norska drengjalandsliðsins í körfubolta á NM. Óskar er Þorlákshafnarbúi að upplagi og lék lengi með Þór Þorlákshöfn heima á Íslandi. Hann hefur hins vegar verið búsettur í Noregi síðustu fjögur árin, en þar nemur hann íþróttafræði við Norges Idrettshögskole. Hann hefur verið að spila og þjálfa í Noregi, en í vetur var hann spilandi þjálfari í norsku 2. deildinni. Næsta vetur verður hann spilandi þjálfari með Persbråten í norsku 1. deildinni. Hann stefnir að sjálfsögðu að koma heim á næstu árum og auðga íslenska þjálfaraflóru.
Íslenskur aðstoðarþjálfari með norska drengjalandsliðinu
23 maí 2004Íslendingurinn Óskar Þórðarson er aðstoðarþjálfari norska drengjalandsliðsins í körfubolta á NM. Óskar er Þorlákshafnarbúi að upplagi og lék lengi með Þór Þorlákshöfn heima á Íslandi. Hann hefur hins vegar verið búsettur í Noregi síðustu fjögur árin, en þar nemur hann íþróttafræði við Norges Idrettshögskole. Hann hefur verið að spila og þjálfa í Noregi, en í vetur var hann spilandi þjálfari í norsku 2. deildinni. Næsta vetur verður hann spilandi þjálfari með Persbråten í norsku 1. deildinni. Hann stefnir að sjálfsögðu að koma heim á næstu árum og auðga íslenska þjálfaraflóru.