21 maí 2004Íslensku unglingalandsliðin unnu þrjá frábæra sigra á Finnum í dag. U-16kv, U-16ka og U-18ka unnu sína leiki, en U-18kv töpuðu sínum leik. U-16ka komust í úrslitaleikinn á NM með sigrinum í kvöld. U-16kv Stúlknalandsliðið lék vel lengst af í kvöld og höfðu sigur gegn Finnum, 92-81. Þær náðu góðri forystu strax í byrjun og það var aðeins rétt undir lokin þar sem Finnar náðu að stríða íslensku stúlkunum. Þær stóðu þó fast á sínu og innbyrtu góðan sigur. Helena Sverrisdóttir fór gjörsamlega á kostum í leiknum, skoraði 46 stig, auk þess að taka 9 fráköst, gefa 9 stoðsendingar og stela 2 boltum. María Ben Erlingsdóttir skoraði 23 stig (3 stoðsendingar, 5 tapaðir), Bryndís Guðmundsdóttir skoraði 11 stig (9 fráköst, 4 stoðsendingar, 6 tapaðir, 1 stolinn), Ingibjörg Vilbergsdóttir skoraði 7 stig (2 fráköst, 4 tapaðir) og Bára Bragadóttir skoraði 5 stig (4 fráköst, 6 stoðsendingar og 6 tapaðir). U-16ka Strákarnir lentu í hörkuleik. Fyrsti leikhluti var erfiður, þar sem Finnar hófu leikinn af miklum krafti. Íslensku drengirnir komust yfir í öðrum leikhluta og leiddu allt til á lokamínútum leiksins. Það fór þó svo að lokum að íslensku drengirnir höfðu erfiðan baráttusigur 68-64. Sigurinn tryggði drengina í úrslitaleikinn á NM. Brynjar Björnsson var stigahæstur íslensku strákanna með 20 stig (5 fráköst, 2 stoðsendingar, 4 tapaðir og 2 stolnir), Hjörtur Einarsson var með 16 stig (7 fráköst, 3 stoðsendingar, 2 tapaðir, 2 varið og 1 stolinn), Þröstur Jóhannsson skoraði 8 stig (4 fráköst), Emil Jóhannsson skoraði 7 stig (3 fráköst, 4 tapaðir, 1 varið og 2 stolnir), Hörður Hreiðarsson (11 fráköst, 1 varið) og Hörður A. Vilhjálmsson (9 fráköst, 5 stoðsendingar, 5 tapaðir og 3 stolnir) skoruðu 5 stig hvor, Sigurður Þorsteinsson skoraði 4 stig (9 fráköst, 3 tapaðir, 1 varið) og Gissur Helguson skoraði 3 stig (2 fráköst). U-18kv Stúlkurnar hófu leik sinn í dag mjög vel, en lentu undir þegar leið á leikinn. Finnar léku leikinn mjög örugglega og unnu fyrir vikið öruggan sigur, 59-83. Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði mest íslensku stúlknanna, 18 stig (4 fráköst, 6 tapaðir og 2 stolnir), Petrúnella Skúladóttir skoraði 8 stig (2 stolnir), Anna M. AEvarsdóttir og Eva Dís Ólafsdóttir skoruðu 7 stig hvor, Hrund Jóhannsdóttir skoraði 6 stig (5 fráköst, 3 stoðsendingar), Erna Rún Magnúsdóttir skoraði 5 stig, Elín Birna Bjarnadóttir, Sjöfn Skjaldardóttir, Þóra Árnadóttir og Ösp Jóhannsdóttir skoruðu 2 stig hver. U-18ka Unglingalandslið karla vann mjög góðan sigur á Finnum. Þeir stjórnuðu leiknum nánast frá fyrstu mínútu og kláruðu leikinn mjög sannfærandi. Allir leikmenn liðsins spiluðu og skoruðu. Jóhann Árni Ólafsson (3 fráköst, 2 stoðsendingar, 2 stolnir) og Pavel Ermolinskij (8 fráköst, 3 stoðsendingar, 2 tapaðir, 1 stolinn) skoruðu mest fyrir Ísland, 16 stig hvor, Kristján R. Sigurðsson skoraði 15 stig (4 stoðsendingar), Magnús Pálsson skoraði 11 stig (2 stoðsendingar, 2 tapaðir, 3 stolnir), Brynjar Þ. Kristófersson og Tryggvi Pálsson skoruðu 8 stig hvor, Ólafur H. Torfason skoraði 7 stig (4 fráköst, 3 stoðsendingar, 2 tapaðir, 1 stolinn), Davíð P. Hermannsson skoraði 6 stig (3 fráköst), Jón Gauti Jónsson skoraði 5 stig, Finnur A. Magnússon skoraði 3 stig og Bjarni Árnason og Halldór Fannar Gíslason skoruðu 1 stig hvor. [v+]http://www.solnavikings.se/bravo/[v-]Stadan í mótinu[slod-] er nú thessi, vefur mótsins. mt. Brynjar Þ. Kristófersson skorar gegn Finnum í kvöld
Þrír góðir sigrar á Finnum á NM
21 maí 2004Íslensku unglingalandsliðin unnu þrjá frábæra sigra á Finnum í dag. U-16kv, U-16ka og U-18ka unnu sína leiki, en U-18kv töpuðu sínum leik. U-16ka komust í úrslitaleikinn á NM með sigrinum í kvöld. U-16kv Stúlknalandsliðið lék vel lengst af í kvöld og höfðu sigur gegn Finnum, 92-81. Þær náðu góðri forystu strax í byrjun og það var aðeins rétt undir lokin þar sem Finnar náðu að stríða íslensku stúlkunum. Þær stóðu þó fast á sínu og innbyrtu góðan sigur. Helena Sverrisdóttir fór gjörsamlega á kostum í leiknum, skoraði 46 stig, auk þess að taka 9 fráköst, gefa 9 stoðsendingar og stela 2 boltum. María Ben Erlingsdóttir skoraði 23 stig (3 stoðsendingar, 5 tapaðir), Bryndís Guðmundsdóttir skoraði 11 stig (9 fráköst, 4 stoðsendingar, 6 tapaðir, 1 stolinn), Ingibjörg Vilbergsdóttir skoraði 7 stig (2 fráköst, 4 tapaðir) og Bára Bragadóttir skoraði 5 stig (4 fráköst, 6 stoðsendingar og 6 tapaðir). U-16ka Strákarnir lentu í hörkuleik. Fyrsti leikhluti var erfiður, þar sem Finnar hófu leikinn af miklum krafti. Íslensku drengirnir komust yfir í öðrum leikhluta og leiddu allt til á lokamínútum leiksins. Það fór þó svo að lokum að íslensku drengirnir höfðu erfiðan baráttusigur 68-64. Sigurinn tryggði drengina í úrslitaleikinn á NM. Brynjar Björnsson var stigahæstur íslensku strákanna með 20 stig (5 fráköst, 2 stoðsendingar, 4 tapaðir og 2 stolnir), Hjörtur Einarsson var með 16 stig (7 fráköst, 3 stoðsendingar, 2 tapaðir, 2 varið og 1 stolinn), Þröstur Jóhannsson skoraði 8 stig (4 fráköst), Emil Jóhannsson skoraði 7 stig (3 fráköst, 4 tapaðir, 1 varið og 2 stolnir), Hörður Hreiðarsson (11 fráköst, 1 varið) og Hörður A. Vilhjálmsson (9 fráköst, 5 stoðsendingar, 5 tapaðir og 3 stolnir) skoruðu 5 stig hvor, Sigurður Þorsteinsson skoraði 4 stig (9 fráköst, 3 tapaðir, 1 varið) og Gissur Helguson skoraði 3 stig (2 fráköst). U-18kv Stúlkurnar hófu leik sinn í dag mjög vel, en lentu undir þegar leið á leikinn. Finnar léku leikinn mjög örugglega og unnu fyrir vikið öruggan sigur, 59-83. Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði mest íslensku stúlknanna, 18 stig (4 fráköst, 6 tapaðir og 2 stolnir), Petrúnella Skúladóttir skoraði 8 stig (2 stolnir), Anna M. AEvarsdóttir og Eva Dís Ólafsdóttir skoruðu 7 stig hvor, Hrund Jóhannsdóttir skoraði 6 stig (5 fráköst, 3 stoðsendingar), Erna Rún Magnúsdóttir skoraði 5 stig, Elín Birna Bjarnadóttir, Sjöfn Skjaldardóttir, Þóra Árnadóttir og Ösp Jóhannsdóttir skoruðu 2 stig hver. U-18ka Unglingalandslið karla vann mjög góðan sigur á Finnum. Þeir stjórnuðu leiknum nánast frá fyrstu mínútu og kláruðu leikinn mjög sannfærandi. Allir leikmenn liðsins spiluðu og skoruðu. Jóhann Árni Ólafsson (3 fráköst, 2 stoðsendingar, 2 stolnir) og Pavel Ermolinskij (8 fráköst, 3 stoðsendingar, 2 tapaðir, 1 stolinn) skoruðu mest fyrir Ísland, 16 stig hvor, Kristján R. Sigurðsson skoraði 15 stig (4 stoðsendingar), Magnús Pálsson skoraði 11 stig (2 stoðsendingar, 2 tapaðir, 3 stolnir), Brynjar Þ. Kristófersson og Tryggvi Pálsson skoruðu 8 stig hvor, Ólafur H. Torfason skoraði 7 stig (4 fráköst, 3 stoðsendingar, 2 tapaðir, 1 stolinn), Davíð P. Hermannsson skoraði 6 stig (3 fráköst), Jón Gauti Jónsson skoraði 5 stig, Finnur A. Magnússon skoraði 3 stig og Bjarni Árnason og Halldór Fannar Gíslason skoruðu 1 stig hvor. [v+]http://www.solnavikings.se/bravo/[v-]Stadan í mótinu[slod-] er nú thessi, vefur mótsins. mt. Brynjar Þ. Kristófersson skorar gegn Finnum í kvöld