19 maí 2004Norðurlandamót unglinga hófst í Stokkhólmi í kvöld. U-16 ára landslið drengja lagði Svía að velli, en hin liðin töpuðu sínum leikjum, en stóðu sig þó mjög vel. U-16kv Stúlknalandsliðið lék gegn jafnöldrum sínum frá Svíþjóð. Þær íslensku hófu leikinn af krafti og leiddu eftir fyrsta leikhluta og í hálfleik 40-35. Heimaliðið mætti ákveðið til leiks í seinni hálfleik og náðu forystunni með mikilli seiglu. Það fór svo að lokum að heimastúlkur báru sigur úr býtum með 10 stigum, 84-74. Stig Íslands: Helena Sverrisdóttir 27, María Ben Erlingsdóttir 11, Guðrún H. Guðmundsdóttir 10, Bryndís Guðmundsdóttir 8, Ingibjörg Vilbergsdóttir 8, Hrönn Þorgrímsdóttir 5, Ragnheiður Theodórsdóttir 3, Ingibjörg Skúladóttir 2. U-16ka Drengjalandsliðið lék gegn jafnöldrum sínum frá Svíþjóð. Leikurinn byrjaði ekki gæfulega, en Svíarnir hófu leikinn af fítonskrafti og leiddu 9-2 eftir aðeins þriggja mínútna leik. Íslensku strákarnir vöknuðu þá af værum blundi, settu algjörlega í lás í vörninni og tóku sig á í sókninni og skoruðu heil 17 stig gegn engu Svía næstu sex mínúturnar. Svíarnir settu svo tvö víti á síðustu mínútu leikhlutans og minnkuðu muninn í 6 stig, 17-11. Áfram héldu drengirnir í öðrum leikhluta, settu í fluggírinn og sýndu Svíunum hvernig á að spila körfubolta. Staðan í hálfleik var 42-24 íslensku drengjunum í vil. Emil Jóhannsson fór á kostum í leikhlutanum, setti heil 12 stig í öllum regnbogans litum. Svíarnir voru þó ekki á því að gefast upp, gerðu sitt allra besta og náðu með mikilli baráttu að minnka muninn í 14 stig. Strákarnir tóku sig þá á, juku muninn aftur jafnt og þétt og kláruðu svo leikinn örugglega, 77-59. Hjörtur Einarsson var stigahæstur í íslenska liðinu, skoraði 20 stig (9 frk, 3 stl 12/14 í vítum), Emil Jóhannsson skoraði 17 stig (5 frk, 8/14 í skotum), Hörður A. Vilhjálmsson skoraði 17 stig (9 frk, 5 stoð, 9/18 í skotum), Brynjar Björnsson 16 stig (7 frk, 3 stoð, 7/19 í skotum). Einnig er vert að geta frammistöðu Sigurðar Þorsteinssonar, en hann tók 13 fráköst og varði 3 skot ásamt því að skora 4 stig, en tvö þeirra komu úr troðslu. U-18kv Unglingalandslið kvenna mættu sterku liði Svía. Fyrirfram var búist við erfiðum leik, en stelpurnar blésu á alla svoleiðis spádóma. Sænsku stúlkurnar hófu leikinn þó betur og leiddu með 11 stigum eftir fyrsta leikhluta, 18-7. Íslensku stelpurnar bitu þá í skjaldarrendurnar og sýndu þeim sænsku að þær kunna sitthvað fyrir sér í körfubolta og unnu annan leikhluta 14-8 og staðan í hálfleik 26-21. Petrúnella Skúladóttir fór hreinlega á kostum í leikhlutanum, stal þá 6 boltum og skapaði mikið með leik sínum. Sænska liðið mætti ákveðnara til leiks í seinni hálfleik, juku við pressuna og voru skipulagðari í sóknarleik sínum. Eftir þrjá leikhluta munaði aðeins 10 stigum á liðunum, en þá var orðið greinilegt að íslenska liðið var orðið þreytt. Það sást enn betur í síðasta leikhlutanum, en þá lék sænska liðið við hvern sinn fingur og unnu öruggan sigur á íslensku stúlkunum, 65-40. Íslensku stúlkurnar léku vel lengst af, en misstu dampinn í síðasta leikhlutanum. Þær komu mörgum á óvart með leik sínum og gætu komið fleiri liðum á óvart, leiki þær eins og í dag. Petrúnella Skúladóttir var stigahæst í íslenska liðinu með 16 stig (5 frk, 10 stl), Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði 9 stig (6 frk, 3 stl), Anna M. Ævarsdóttir skoraði 8 stig (4 frk, 3/5 í skotum). Svanhvít S. Skjaldardóttir tók 6 fráköst, en íslenska liðið tapaði frákastabaráttunni 33-49. U-18ka Unglingalandslið drengja mættu hávöxnu liði Svía. Leikurinn var hraður og mikið af tilþrifum, en framan af leik voru tilþrifin flest Svía. Svíarnir hófu leikinn betur, hittu frábærlega hvaðan sem var af vellinum og náðu tíu stiga forystu eftir tíu leikmínútur. Íslenska liðið tók sig á í öðrum leikhluta, léku á köflum fínan bolta og áttu í fullu tré við Svíana. Íslendingar unnu seinni hálfleikinn með einu stigi, en sveiflurnar voru þó töluverðar, þar sem Svíarnir náðu tvisvar sinnum um tuttugu stiga forystu. Þrátt fyrir góðan vilja og mikla baráttu, þá tókst ekki að ná Svíunum og lauk leiknum með 10 stiga sigri þeirra, 83-73. Jóhann Á. Ólafsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 24 stig (3 frk, 2 stl), Magnús Pálsson var með 16 stig (4 frk, 2 stl, 5 tap, 6/9 í skotum), Kristján R. Sigurðsson með 11 stig (4 stl) og Pavel Ermolinskij var með 7 stig (14 frk, 7 stoð). mt: Hördur Axel Vilhjálmsson med boltann undir körfu Svía í leiknum í kvöld. Sigurður Þorsteinsson fylgist spenntur með.
Drengirnir lögðu Svía að velli
19 maí 2004Norðurlandamót unglinga hófst í Stokkhólmi í kvöld. U-16 ára landslið drengja lagði Svía að velli, en hin liðin töpuðu sínum leikjum, en stóðu sig þó mjög vel. U-16kv Stúlknalandsliðið lék gegn jafnöldrum sínum frá Svíþjóð. Þær íslensku hófu leikinn af krafti og leiddu eftir fyrsta leikhluta og í hálfleik 40-35. Heimaliðið mætti ákveðið til leiks í seinni hálfleik og náðu forystunni með mikilli seiglu. Það fór svo að lokum að heimastúlkur báru sigur úr býtum með 10 stigum, 84-74. Stig Íslands: Helena Sverrisdóttir 27, María Ben Erlingsdóttir 11, Guðrún H. Guðmundsdóttir 10, Bryndís Guðmundsdóttir 8, Ingibjörg Vilbergsdóttir 8, Hrönn Þorgrímsdóttir 5, Ragnheiður Theodórsdóttir 3, Ingibjörg Skúladóttir 2. U-16ka Drengjalandsliðið lék gegn jafnöldrum sínum frá Svíþjóð. Leikurinn byrjaði ekki gæfulega, en Svíarnir hófu leikinn af fítonskrafti og leiddu 9-2 eftir aðeins þriggja mínútna leik. Íslensku strákarnir vöknuðu þá af værum blundi, settu algjörlega í lás í vörninni og tóku sig á í sókninni og skoruðu heil 17 stig gegn engu Svía næstu sex mínúturnar. Svíarnir settu svo tvö víti á síðustu mínútu leikhlutans og minnkuðu muninn í 6 stig, 17-11. Áfram héldu drengirnir í öðrum leikhluta, settu í fluggírinn og sýndu Svíunum hvernig á að spila körfubolta. Staðan í hálfleik var 42-24 íslensku drengjunum í vil. Emil Jóhannsson fór á kostum í leikhlutanum, setti heil 12 stig í öllum regnbogans litum. Svíarnir voru þó ekki á því að gefast upp, gerðu sitt allra besta og náðu með mikilli baráttu að minnka muninn í 14 stig. Strákarnir tóku sig þá á, juku muninn aftur jafnt og þétt og kláruðu svo leikinn örugglega, 77-59. Hjörtur Einarsson var stigahæstur í íslenska liðinu, skoraði 20 stig (9 frk, 3 stl 12/14 í vítum), Emil Jóhannsson skoraði 17 stig (5 frk, 8/14 í skotum), Hörður A. Vilhjálmsson skoraði 17 stig (9 frk, 5 stoð, 9/18 í skotum), Brynjar Björnsson 16 stig (7 frk, 3 stoð, 7/19 í skotum). Einnig er vert að geta frammistöðu Sigurðar Þorsteinssonar, en hann tók 13 fráköst og varði 3 skot ásamt því að skora 4 stig, en tvö þeirra komu úr troðslu. U-18kv Unglingalandslið kvenna mættu sterku liði Svía. Fyrirfram var búist við erfiðum leik, en stelpurnar blésu á alla svoleiðis spádóma. Sænsku stúlkurnar hófu leikinn þó betur og leiddu með 11 stigum eftir fyrsta leikhluta, 18-7. Íslensku stelpurnar bitu þá í skjaldarrendurnar og sýndu þeim sænsku að þær kunna sitthvað fyrir sér í körfubolta og unnu annan leikhluta 14-8 og staðan í hálfleik 26-21. Petrúnella Skúladóttir fór hreinlega á kostum í leikhlutanum, stal þá 6 boltum og skapaði mikið með leik sínum. Sænska liðið mætti ákveðnara til leiks í seinni hálfleik, juku við pressuna og voru skipulagðari í sóknarleik sínum. Eftir þrjá leikhluta munaði aðeins 10 stigum á liðunum, en þá var orðið greinilegt að íslenska liðið var orðið þreytt. Það sást enn betur í síðasta leikhlutanum, en þá lék sænska liðið við hvern sinn fingur og unnu öruggan sigur á íslensku stúlkunum, 65-40. Íslensku stúlkurnar léku vel lengst af, en misstu dampinn í síðasta leikhlutanum. Þær komu mörgum á óvart með leik sínum og gætu komið fleiri liðum á óvart, leiki þær eins og í dag. Petrúnella Skúladóttir var stigahæst í íslenska liðinu með 16 stig (5 frk, 10 stl), Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði 9 stig (6 frk, 3 stl), Anna M. Ævarsdóttir skoraði 8 stig (4 frk, 3/5 í skotum). Svanhvít S. Skjaldardóttir tók 6 fráköst, en íslenska liðið tapaði frákastabaráttunni 33-49. U-18ka Unglingalandslið drengja mættu hávöxnu liði Svía. Leikurinn var hraður og mikið af tilþrifum, en framan af leik voru tilþrifin flest Svía. Svíarnir hófu leikinn betur, hittu frábærlega hvaðan sem var af vellinum og náðu tíu stiga forystu eftir tíu leikmínútur. Íslenska liðið tók sig á í öðrum leikhluta, léku á köflum fínan bolta og áttu í fullu tré við Svíana. Íslendingar unnu seinni hálfleikinn með einu stigi, en sveiflurnar voru þó töluverðar, þar sem Svíarnir náðu tvisvar sinnum um tuttugu stiga forystu. Þrátt fyrir góðan vilja og mikla baráttu, þá tókst ekki að ná Svíunum og lauk leiknum með 10 stiga sigri þeirra, 83-73. Jóhann Á. Ólafsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 24 stig (3 frk, 2 stl), Magnús Pálsson var með 16 stig (4 frk, 2 stl, 5 tap, 6/9 í skotum), Kristján R. Sigurðsson með 11 stig (4 stl) og Pavel Ermolinskij var með 7 stig (14 frk, 7 stoð). mt: Hördur Axel Vilhjálmsson med boltann undir körfu Svía í leiknum í kvöld. Sigurður Þorsteinsson fylgist spenntur með.