13 maí 2004Þá liggur fyrir staður og stund á golfmóti körfuboltamanna árið 2004. Föstudagurinn 11.júní kl. 13:00 á Garðavelli hjá Golfklúbbnum Leyni Akranesi. Vinsamlega komið boðum til allra þeirra sem þið þekkið og teljið að hafi erindi. Erindi eiga allir sem einhvern tíma hafa komið nálægt körfubolta sem leikmenn, dómarar, stjórnarmenn eða á einhvern hátt og eru að fikta við golfið. Leiknar verða 18 holur og keppt í höggleik án forgjafar og punktakeppni þar sem gefin hámarksforgjöf verður 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Þetta er í sjöunda sinn sem mótið fer fram og hefur þátttakan vaxið jafnt og þétt, voru um 60 í fyrra. Allir verða ræstir út í einu svo keppendur ljúki leik á svipuðum tíma og geti því átt góða stund í golfskála að leik loknum og rifjað upp gamlar stundir. Þess vegna byrjum við kl. 13:00. Nánari upplýsingar og skráning er hjá undirrituðum. Skráningu lýkur kl. 22:00 fimmtudaginn 10.júní. Það verður að vera, svo framkvæmd mótsins gangi eðlilega fyrir sig. Með bestu körfubolta- og golfkveðju úr Stykkishólmi Ríkharður Hrafnkelsson gsm: 897-6279 netfang: rikhardur@sfs.is
Golfmótið verður 11. júní á Akranesi
13 maí 2004Þá liggur fyrir staður og stund á golfmóti körfuboltamanna árið 2004. Föstudagurinn 11.júní kl. 13:00 á Garðavelli hjá Golfklúbbnum Leyni Akranesi. Vinsamlega komið boðum til allra þeirra sem þið þekkið og teljið að hafi erindi. Erindi eiga allir sem einhvern tíma hafa komið nálægt körfubolta sem leikmenn, dómarar, stjórnarmenn eða á einhvern hátt og eru að fikta við golfið. Leiknar verða 18 holur og keppt í höggleik án forgjafar og punktakeppni þar sem gefin hámarksforgjöf verður 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Þetta er í sjöunda sinn sem mótið fer fram og hefur þátttakan vaxið jafnt og þétt, voru um 60 í fyrra. Allir verða ræstir út í einu svo keppendur ljúki leik á svipuðum tíma og geti því átt góða stund í golfskála að leik loknum og rifjað upp gamlar stundir. Þess vegna byrjum við kl. 13:00. Nánari upplýsingar og skráning er hjá undirrituðum. Skráningu lýkur kl. 22:00 fimmtudaginn 10.júní. Það verður að vera, svo framkvæmd mótsins gangi eðlilega fyrir sig. Með bestu körfubolta- og golfkveðju úr Stykkishólmi Ríkharður Hrafnkelsson gsm: 897-6279 netfang: rikhardur@sfs.is