12 maí 2004Norska BLNO-félagið Ulriken frá Bergen hefur boðið 16 ára gömlum dreng frá Afríku þriggja ára samning. Drengurinn, Kenechukwu Obi, er 2,16 m á hæð og kemur frá Nígeríu. Það var þjálfari Ulriken, Will Voigt, sem rakst á risann þegar hann var að vinna í æfingabúðum NBA í Afríku sl. sumar. Obi hefur aðeins æft körfubolta fyrir alvöru í 7-8 mánuði og þykir hafa góðar hreyfingar fyrir svo hávaxinn leikmann. Ulriken bindur miklar vonir við Obi, sem ef til vill verður nýr Hakeem Olajuwon, þegar fram líða stundir.
Norskt félag á eftir risa frá Afríku
12 maí 2004Norska BLNO-félagið Ulriken frá Bergen hefur boðið 16 ára gömlum dreng frá Afríku þriggja ára samning. Drengurinn, Kenechukwu Obi, er 2,16 m á hæð og kemur frá Nígeríu. Það var þjálfari Ulriken, Will Voigt, sem rakst á risann þegar hann var að vinna í æfingabúðum NBA í Afríku sl. sumar. Obi hefur aðeins æft körfubolta fyrir alvöru í 7-8 mánuði og þykir hafa góðar hreyfingar fyrir svo hávaxinn leikmann. Ulriken bindur miklar vonir við Obi, sem ef til vill verður nýr Hakeem Olajuwon, þegar fram líða stundir.