12 maí 2004Englendingar stefna á toppsætið í B-deild Evrópukeppni U-16 ára landsliða drengja í Brighton í ágúst. Það gera eflaust margar þeirra níu þjóða sem mæta Englendingum í Brighton einnig. Íslenska drengjalandsliðið, undir stjórn Benedikts Guðmundssonar, tekur þátt í mótinu. Þátttökulöndin í Brighton verða, England, Makedónía, Tékkland, Ísland, Ungverjaland, Austurríki, Írland, Svíþjóð, Finnland og Holland. Upphaflega átti mótið að fara fram í Manchester, en var síðan fært til Brighton. Þar er frábær aðstaða fyrir körfubolta, en leikið verður á heimavelli Brighton Bears sem leikur í ensku úrvalsdeildinni. Alls verða fimm leikir á dag í mótinu sem stendur frá 6.-15. ágúst. Efsta liðið í mótinu kemst upp í A-deild Evrópukeppninnar sem og efsta liðið í hinum riðli B-deildarinnar. Vegna fjölda þátttökuþjóða í keppninni varð að skipta liðunum í B-deildinni upp í tvo riðla. Í hinum riðlinum, sem fram fer í Veliko Tarnovo í Búlgaríu leika: Portúgal, Úkraína, Kýpur, Rúmenía, Eistland, Hvíta-Rússland, Albanía, Bosnía & Herzegóvína og Búlgaría
Englendingar stefna á sigur
12 maí 2004Englendingar stefna á toppsætið í B-deild Evrópukeppni U-16 ára landsliða drengja í Brighton í ágúst. Það gera eflaust margar þeirra níu þjóða sem mæta Englendingum í Brighton einnig. Íslenska drengjalandsliðið, undir stjórn Benedikts Guðmundssonar, tekur þátt í mótinu. Þátttökulöndin í Brighton verða, England, Makedónía, Tékkland, Ísland, Ungverjaland, Austurríki, Írland, Svíþjóð, Finnland og Holland. Upphaflega átti mótið að fara fram í Manchester, en var síðan fært til Brighton. Þar er frábær aðstaða fyrir körfubolta, en leikið verður á heimavelli Brighton Bears sem leikur í ensku úrvalsdeildinni. Alls verða fimm leikir á dag í mótinu sem stendur frá 6.-15. ágúst. Efsta liðið í mótinu kemst upp í A-deild Evrópukeppninnar sem og efsta liðið í hinum riðli B-deildarinnar. Vegna fjölda þátttökuþjóða í keppninni varð að skipta liðunum í B-deildinni upp í tvo riðla. Í hinum riðlinum, sem fram fer í Veliko Tarnovo í Búlgaríu leika: Portúgal, Úkraína, Kýpur, Rúmenía, Eistland, Hvíta-Rússland, Albanía, Bosnía & Herzegóvína og Búlgaría