29 apr. 2004Stúlknalandsliðið U-16 er skipað stúlkum fæddum 1988 og síðar. Liðið fer á NM í maí og verður síðan fyrsta kvennalandslið íslands til að taka þátt í Evrópukeppni þegar liðið keppir á EM stúlkna í Tallin í lok júlí og byrjun ágúst. Þjálfari liðsins er Henning Henningsson. Undirbúningur liðsins hefur staðið í eitt ár. Í dag hefur Henning valið eftirtalda leikmenn sem mynda hópinn sem tekur þát í Norðurlandamóti í Svíþjóð 19. – 23. maí og í Evrópukeppni landsliða sem fram fer í Tallin í Eistlandi 30. júlí – 8. ágúst. Verður það í fyrsta sinn sem Ísland sendir kvennalandslið til þátttöku í Evrópukeppni landsliða og er það til marks um það hversu miklar framfarir hafa orðið í körfuknattleik kvenna að KKÍ telur þessar stúlkur eiga fullt erindi inn í Evrópukeppnina og í framtíðinni er áætlað að yngri landslið kvenna taki þátt í sama prógrami og yngri landslið karla, þ.e. taki þátt í Evrópukeppi landsliða en ekki í “Promotion Cup” eins og tíðkast hefur þar sem Ísland hefur verið að taka þátt með smærri þjóðum Evrópu. Bára Fanney Hálfdánardóttir Haukar Bryndís Guðmundsdótttir Keflavík Guðrún Harpa Guðmundsdóttir Keflavík Helena Sverrisdóttir Haukar Helga Einarsdóttir Tindastól Hrönn Þorgrímsdóttir Keflavík Ingibjörg Skúladóttir UMF.Hrunamanna Ingibjörg Vilbergsdóttir Njarðvík Linda Stefanía Ásgeirsdóttir Keflavík María Ben Erlingsdóttir Keflavík Ragnheiður Theodórsdóttir Kelfavík Sara Dögg Ólafsdóttir Haukar Bára Bragadóttir Keflavík Margrét Kara Sturludóttir Njarðvík Þjálfari: Henning Henningsson Aðst.þjálfari: Jón Halldór Eðvaldsson mt: Helena Sverrisdóttir úr Haukum á 16 landsleiki að baki með yngri landsliðum kvenna, auk 3 A-landsleikja.
Stúlknalandsliðið með tvö verkefni í sumar
29 apr. 2004Stúlknalandsliðið U-16 er skipað stúlkum fæddum 1988 og síðar. Liðið fer á NM í maí og verður síðan fyrsta kvennalandslið íslands til að taka þátt í Evrópukeppni þegar liðið keppir á EM stúlkna í Tallin í lok júlí og byrjun ágúst. Þjálfari liðsins er Henning Henningsson. Undirbúningur liðsins hefur staðið í eitt ár. Í dag hefur Henning valið eftirtalda leikmenn sem mynda hópinn sem tekur þát í Norðurlandamóti í Svíþjóð 19. – 23. maí og í Evrópukeppni landsliða sem fram fer í Tallin í Eistlandi 30. júlí – 8. ágúst. Verður það í fyrsta sinn sem Ísland sendir kvennalandslið til þátttöku í Evrópukeppni landsliða og er það til marks um það hversu miklar framfarir hafa orðið í körfuknattleik kvenna að KKÍ telur þessar stúlkur eiga fullt erindi inn í Evrópukeppnina og í framtíðinni er áætlað að yngri landslið kvenna taki þátt í sama prógrami og yngri landslið karla, þ.e. taki þátt í Evrópukeppi landsliða en ekki í “Promotion Cup” eins og tíðkast hefur þar sem Ísland hefur verið að taka þátt með smærri þjóðum Evrópu. Bára Fanney Hálfdánardóttir Haukar Bryndís Guðmundsdótttir Keflavík Guðrún Harpa Guðmundsdóttir Keflavík Helena Sverrisdóttir Haukar Helga Einarsdóttir Tindastól Hrönn Þorgrímsdóttir Keflavík Ingibjörg Skúladóttir UMF.Hrunamanna Ingibjörg Vilbergsdóttir Njarðvík Linda Stefanía Ásgeirsdóttir Keflavík María Ben Erlingsdóttir Keflavík Ragnheiður Theodórsdóttir Kelfavík Sara Dögg Ólafsdóttir Haukar Bára Bragadóttir Keflavík Margrét Kara Sturludóttir Njarðvík Þjálfari: Henning Henningsson Aðst.þjálfari: Jón Halldór Eðvaldsson mt: Helena Sverrisdóttir úr Haukum á 16 landsleiki að baki með yngri landsliðum kvenna, auk 3 A-landsleikja.