29 apr. 2004Stjórn KKÍ ákvað á fundi sínum sl. þriðjudagskvöld að ráða Snorra Sturluson sem næsta framkvæmdastjóra KKÍ. Snorri mun hefja störf hjá KKÍ frá og með morgundeginum og sækja ársþing sambandsins sem verður á Selfossi nú um helgina. Snorri er íþróttaáhugamönnum að góðu kunnur en hann hefur stafað lengi sem íþróttafréttamaður hjá Norðurljósum og var m.a. yfirmaður íþróttadeildar Sýnar í nokkur ár. Er Snorri boðinn velkominn til starfa fyrir körfuknattleikshreyfinguna og væntir stjórn KKÍ mikils af störfum hans í framtíðinni.
Snorri Sturluson nýr framkvæmdastjóri KKÍ
29 apr. 2004Stjórn KKÍ ákvað á fundi sínum sl. þriðjudagskvöld að ráða Snorra Sturluson sem næsta framkvæmdastjóra KKÍ. Snorri mun hefja störf hjá KKÍ frá og með morgundeginum og sækja ársþing sambandsins sem verður á Selfossi nú um helgina. Snorri er íþróttaáhugamönnum að góðu kunnur en hann hefur stafað lengi sem íþróttafréttamaður hjá Norðurljósum og var m.a. yfirmaður íþróttadeildar Sýnar í nokkur ár. Er Snorri boðinn velkominn til starfa fyrir körfuknattleikshreyfinguna og væntir stjórn KKÍ mikils af störfum hans í framtíðinni.