17 apr. 2004Úrslitakeppni NBA-deildarinnar hefst í kvöld. Þá fara fram fyrstu leikirnir í 8-liða úrslitum deildanna tveggja, Austurdeildar og Vesturdeildar. Efsta lið deildarinnar kemur þetta árið úr Austurdeildinni, en það er Indiana Pacers, sem sigraði í 61 leik. Efsta lið Vesturdeildarinnar er hins vegar Minnesota Timberwolves, en liðið vann 58 leiki. Þau lið sem mætast í 8-liða úrslitum deildanna eru Indiana - Boston, New Jersey - New York, Detriot - Milwaukee og Miami - New Orleans austan megin og Minnesota - Denver, LA Lakers - Houston, San Anotonio - Memphis og Sacramento - Dallas vestan megin. Nánar um úrslitakeppnina á vef [v+]http://www.nba.com/playoffs2004/#[v-]NBA[slod-] Í kvöld, laugardagskvöld, verður leikur Indiana Pacers og Boston Celtics sýndur beint á [v+]http://www.syn.is/template19.asp?PageID=886[v-]Sýn[slod-] kl. 21:55.
Úrslitakeppni NBA hefst í kvöld
17 apr. 2004Úrslitakeppni NBA-deildarinnar hefst í kvöld. Þá fara fram fyrstu leikirnir í 8-liða úrslitum deildanna tveggja, Austurdeildar og Vesturdeildar. Efsta lið deildarinnar kemur þetta árið úr Austurdeildinni, en það er Indiana Pacers, sem sigraði í 61 leik. Efsta lið Vesturdeildarinnar er hins vegar Minnesota Timberwolves, en liðið vann 58 leiki. Þau lið sem mætast í 8-liða úrslitum deildanna eru Indiana - Boston, New Jersey - New York, Detriot - Milwaukee og Miami - New Orleans austan megin og Minnesota - Denver, LA Lakers - Houston, San Anotonio - Memphis og Sacramento - Dallas vestan megin. Nánar um úrslitakeppnina á vef [v+]http://www.nba.com/playoffs2004/#[v-]NBA[slod-] Í kvöld, laugardagskvöld, verður leikur Indiana Pacers og Boston Celtics sýndur beint á [v+]http://www.syn.is/template19.asp?PageID=886[v-]Sýn[slod-] kl. 21:55.