14 apr. 2004[v+]http://www.umfn.is/karfan/[v-]Vefur Njarðvíkinga[slod-] hefur verið valinn körfuboltavefur mars mánaðar. Það sem einkum gerði útslagið voru skemmtilegar auglýsingar á vefnum. Í auglýsingunum voru þekktar sjónvarpsauglýsingar skopstældar og einnig brá fyrir frumlegum hugmyndum. Tilgangurinn var að hvetja stuðningsmenn Njarðvíkurliðsins til að fjölmenna á leiki liðsins í úrslitakeppninni. Í febrúar varð [v+]http://skagafjordur.net/karfan/?pContent[v-]vefur Tindastóls[slod-] fyrir valinu, en sá vefur hefur verið í stöðugri sókn síðan hann var opnaður. Vefstjórar Njarðvíkurvefsins eru þeir Ásgeir Guðbjartsson, Skúli Sigurðsson og Davíð Páll Viðarsson. Á myndinni er Ásgeir með bikarinn sem hann fékk afhentan í gær.
UMFN með vefsíðu mars mánaðar
14 apr. 2004[v+]http://www.umfn.is/karfan/[v-]Vefur Njarðvíkinga[slod-] hefur verið valinn körfuboltavefur mars mánaðar. Það sem einkum gerði útslagið voru skemmtilegar auglýsingar á vefnum. Í auglýsingunum voru þekktar sjónvarpsauglýsingar skopstældar og einnig brá fyrir frumlegum hugmyndum. Tilgangurinn var að hvetja stuðningsmenn Njarðvíkurliðsins til að fjölmenna á leiki liðsins í úrslitakeppninni. Í febrúar varð [v+]http://skagafjordur.net/karfan/?pContent[v-]vefur Tindastóls[slod-] fyrir valinu, en sá vefur hefur verið í stöðugri sókn síðan hann var opnaður. Vefstjórar Njarðvíkurvefsins eru þeir Ásgeir Guðbjartsson, Skúli Sigurðsson og Davíð Páll Viðarsson. Á myndinni er Ásgeir með bikarinn sem hann fékk afhentan í gær.