14 apr. 2004Ingi Þór Steinþórsson þjálfari unglingaflokks KR og Steinar Páll Magnússon leikmaður sama flokks voru báðir dæmdir í eins leiks bann á fundi aganefndar í gær. Þeir taka bannið út í byrjun næsta keppnistímabils. Þeir Ingi Þór og Steinar Páll fengu báðir dæmdar á sig brottrekstrarvillur í úrslitaleik KR og Hauka í unglingaflokki karla þann 7. apríl sl. Í kjölfarið voru þeir kærðir til aganefndar fyrir óprúðmannlega framkomu. Sem kunnugt er sigruðu Haukar í leiknum. Steinar Páll gengur upp úr unglingaflokki á næsta keppnistímabili og mun hann því taka bannið út í meistaraflokki. Ingi tekur sitt bann út í unglingaflokki karla. Þetta voru síðustu málin sem aganefnd úrskurðar um á þessu keppnistímabili.
Ingi Þór og Steinar Páll í eins leik bann
14 apr. 2004Ingi Þór Steinþórsson þjálfari unglingaflokks KR og Steinar Páll Magnússon leikmaður sama flokks voru báðir dæmdir í eins leiks bann á fundi aganefndar í gær. Þeir taka bannið út í byrjun næsta keppnistímabils. Þeir Ingi Þór og Steinar Páll fengu báðir dæmdar á sig brottrekstrarvillur í úrslitaleik KR og Hauka í unglingaflokki karla þann 7. apríl sl. Í kjölfarið voru þeir kærðir til aganefndar fyrir óprúðmannlega framkomu. Sem kunnugt er sigruðu Haukar í leiknum. Steinar Páll gengur upp úr unglingaflokki á næsta keppnistímabili og mun hann því taka bannið út í meistaraflokki. Ingi tekur sitt bann út í unglingaflokki karla. Þetta voru síðustu málin sem aganefnd úrskurðar um á þessu keppnistímabili.