6 apr. 2004University of Connecticut sigraði Georgia Tech í úrslitaleik bandarísku háskólakeppninnar, NCAA, í gær 82-73. Leikurinn fór fram í Alamodome í San Antonio. Um helgina vann U Conn 79-78 sigur á Duke í undanúrslitum og Georgia Tech vann Oklahoma State 67-65. U Conn, sem tapaði fyrir Texas-skólanum í 16-liða úrslitunum í sömu höll í fyrra, ætlaði ekki að láta sama hlut gerast á ný og höfði tögl og haldir í leiknum frá upphafi. Emeka Okafor skoraði 24 stig fyrir U Conn og Ben Gordon 21. Fyrir Georgia Tech var Will Bynum stigahæstur með 17 stig.
Connecticut meistari í háskólaboltanum
6 apr. 2004University of Connecticut sigraði Georgia Tech í úrslitaleik bandarísku háskólakeppninnar, NCAA, í gær 82-73. Leikurinn fór fram í Alamodome í San Antonio. Um helgina vann U Conn 79-78 sigur á Duke í undanúrslitum og Georgia Tech vann Oklahoma State 67-65. U Conn, sem tapaði fyrir Texas-skólanum í 16-liða úrslitunum í sömu höll í fyrra, ætlaði ekki að láta sama hlut gerast á ný og höfði tögl og haldir í leiknum frá upphafi. Emeka Okafor skoraði 24 stig fyrir U Conn og Ben Gordon 21. Fyrir Georgia Tech var Will Bynum stigahæstur með 17 stig.