1 apr. 2004Nýtt met var sett í fjölda heimsókna á kki.is í nýliðnum mars mánuði er heimsóknafjöldinn fór í fyrsta skipti yfir 50 þúsund. Heimsóknum á vefinn hefur fjölgað jafnt og þétt að undanförnu, en tvo fyrstu mánuði ársins var hann í kringum 40 þúsund. Til samanburðar má geta þess að heimsóknafjöldinn í mars 2003 var um 30 þúsund. Alls voru heimsóknirnar í mars 51.773 talsins. Vikumetið féll í vikunni 14.-20. mars þegar heimsóknafjöldinn fór í 12.700. Vinsælasti dagurinn er mánudagur og flestir sækja vefinn heim milli 11 og 12 á morgnana. Þriðjudagurinn 16. mars sl. er hæsti dagurinn á kki.is til þessa með um 2.300 heimsóknir.
Heimsóknafjöldinn yfir 50 þúsund í mars
1 apr. 2004Nýtt met var sett í fjölda heimsókna á kki.is í nýliðnum mars mánuði er heimsóknafjöldinn fór í fyrsta skipti yfir 50 þúsund. Heimsóknum á vefinn hefur fjölgað jafnt og þétt að undanförnu, en tvo fyrstu mánuði ársins var hann í kringum 40 þúsund. Til samanburðar má geta þess að heimsóknafjöldinn í mars 2003 var um 30 þúsund. Alls voru heimsóknirnar í mars 51.773 talsins. Vikumetið féll í vikunni 14.-20. mars þegar heimsóknafjöldinn fór í 12.700. Vinsælasti dagurinn er mánudagur og flestir sækja vefinn heim milli 11 og 12 á morgnana. Þriðjudagurinn 16. mars sl. er hæsti dagurinn á kki.is til þessa með um 2.300 heimsóknir.