28 mar. 2004Það verða Drangur og ÍA sem taka sæti Selfoss og ÍG í 1. deild að ári. Bæði liðin sigruðu andstæðinga sína í undanúrslitum í morgun og leika svo til úrslita um sigurlaunin í 2. deild. Þetta er í fyrsta sinn sem félag á svæðinu frá Selfossi að Egilsstöðum kemst upp úr 2. deild. Það verða því Breiðablik, Þór Þ, Valur, Ármann/Þróttur, Þór Ak., Stjarnan, ÍS, Höttur, ÍA og Drangur sem leika í 1. deilda karla veturinn 2004-2005. Það má því segja að þetta verði sannkölluð landsbyggðardeild á næsta ári.
Drangur og ÍA í 1. deild
28 mar. 2004Það verða Drangur og ÍA sem taka sæti Selfoss og ÍG í 1. deild að ári. Bæði liðin sigruðu andstæðinga sína í undanúrslitum í morgun og leika svo til úrslita um sigurlaunin í 2. deild. Þetta er í fyrsta sinn sem félag á svæðinu frá Selfossi að Egilsstöðum kemst upp úr 2. deild. Það verða því Breiðablik, Þór Þ, Valur, Ármann/Þróttur, Þór Ak., Stjarnan, ÍS, Höttur, ÍA og Drangur sem leika í 1. deilda karla veturinn 2004-2005. Það má því segja að þetta verði sannkölluð landsbyggðardeild á næsta ári.