7 mar. 2004Seinni dagur bikarúrslita yngri flokka fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi í dag og reyndist heimavöllurinn Fjölnismönnum vel en þeir urðu eina félagið sem vann tvo bikarmeistaratitla í ár. Fjölnisstrákarnir unnu bæði 11. flokk og unglingaflokk í dag en eins urðu Njarðvíkingar bikarmeistarar í 9. flokki karla annað árið í röð og Grindavík vann 9. flokk kvenna. Sjö félög eignuðust bikarmeistara í Grafarvogi um helgina, Fjölnir (2), Valur, Njarðvík og KR unnu í karlaflokki og Keflavík, Haukar og Grindavík í kvennaflokki. Einn leikmaður varð tvöfaldur meistari, Brynjar Þór Kristófersson úr Fjölni. Fjölnir vann öruggan og auðveldan 28 stiga sigur á Keflavík, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2004/00001894/18940401.htm [v-]85-57[slod-] í fyrsta bikarúrslitaleik sunnudagsins sem var í 11. flokki karla. Fjölnir komst meðal annars í 17-5 og 26-8 og leiddi með 29 stigum í hálfleik, 51-22. Keflavík náði að minnka muninn í 11 stig í upphafi seinni hálfleiks (55-34) en þá gáfu Fjölnismenn aftur í og unnu örugglega. Árni Ragnarsson var valinn maður leiksins en hann skoraði 14 sitg, stal 8 boltum, tók 5 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Árni skoraði 7 stig og gaf 3 stoðsendingar á fyrstu 8 mínútunum sem Fjölnir vann 26-8 og gerði út um leikinn. Brynjar Þór Kristófersson bætti við 18 stigum og 7 fráköstum, Elvar Orri Hreinsson var með 16 stig og 4 stolna bolta og Þorsteinn Sverrisson skoraði 15 stig og tók 7 fráköst auk þess að skora 9 fyrstu stig liðsins í leiknum. Þá átti Garðar Sveinbjörnsson mjög fína innkomu af bekknum, skoraði 10 stig, tók 6 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og hitti úr 3 af 4 þriggja stiga skotum sínum. Hjá Keflavík var Adam Hart Fjeldsted með 16 stig og 8 fráköst og Aron Rúnarsson skoraði 12 stig, tók 6 fráköst, stal 4 boltum og gaf 4 stoðsendingar. Njarðvík vann 39 stiga sigur á Snæfelli, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2004/00001896/18960401.htm [v-]84-45[slod-] í bikarúrslitaleik 9. flokks karla og uppskar því loksins gull eftir að félagið þurfti að sætta sig við þrjú silfurverðlaun daginn áður. Nokkrir leikmanna Njarðvíkurliðsins höfðu verið með í báðum tapleikjum liðsins á laugardeginum. Snæfell hélt í við Njarðvík í upphafi leiks en í stöðunni 15-14 skoruðu Njarðvíkingar 14 stig í röð og voru komnir í 24 stiga forustu í hálfleik, 45-21. Ragnar Ólafsson var valinn maður leiksins en hann skoraði 20 af 30 stigum í fyrri hálfleik þar af 16 þeirra í 30-7 endaspretti liðsins fyrir hlé. Ragnar var auk þess með 7 fráköst og 7 stoðsendingar og nýtti 14 af 22 skotum sínum í leiknum. Hjörtur Hrafn Einarsson átti mjög góðan alhliða leik, skoraði 19 stig, gaf 8 stoðsendingar, tók 7 fráköst og stal 6 boltum án þess að tapa einum einasta bolta og hann nýtti skotin sín líka 53%. Þá skoraði Elías Kristjánsson 14 stig, Friðrik Óskarsson gerði 10 og fyrirliðinn Rúnar Ingi Erlingsson var með 7 stig og 7 stoðsendingar. Hjá Snæfelli skoraði Björgvin Valentínusarson 10 stig og tók 15 fráköst að auki, Gylfi Rögnvaldsson var með 8 stig og Atli Rafn Hreinsson skoraði 6 stig, tók 6 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Grindavík vann 34 stiga sigur á Kormáki, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2004/00001899/18990401.htm[v-]54-20[slod-] í bikarúrslitaleik 9. flokks kvenna. Kormákur hafði yfir 12-11 eftir mínútna leik en þá tók Grindavíkurliðið mikinn sprett, skoraði 17 af síðustu 19 stigum hálfleiksins og leiddi með 15 stigum í leikhléi, 28-13. Grindavík vann síðan seinni hálfleikinn, 26-7, og leikinn því örugglega með 34 stigum. Kormáksliðið vakti þó mikla athygli enda baráttuglaðar stelpur sem höfðu gaman af leiknum og voru líka dyggilega studdar á pöllunum. Íris Sverrisdóttir var valinn maður leiksins en hún skoraði sjö stigum meira en allt lið Kormákurs til samans (27 stig), auk þess að stela 6 boltum. Alma Rut Garðarsdóttir bætti við 8 stigum, 3 stolnum boltum og 3 stoðsendingum, Ingey Sigurðardóttir var með 6 stig, 7 fráköst og 5 stolna bolta og fyrirliðinn Berglind Anna Magnúsdóttir var með 5 stig og 14 fráköst, þar af 9 þeirra í sókn. Hjá Kormáki skoruðu þær Freydís Jóna Guðjónsdóttir og Guðrún Gróa Þorstensdóttir fimm stig hvor, Freydís var með 5 fráköst, 4 varin skot og 3 stoðsendingar að auki en Guðrún Gróa tók 18 fráköst og stal 5 boltum. Fjölnir varð eina félagið sem vann tvo bikara þess helgi eftir að unglingaflokkur félagsins vann Grindavík, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2004/00001899/18990401.htm[v-]84-75[slod-] í síðasta bikarúrslitaleik dagsins og helgarinnar. Grindavík hafði reyndar yfir, 66-70, þegar 3 mínútur og 45 sekúndur voru eftir en Ragnar Torfason, þjálfari liðsins, tók þá leikhlé og í framhaldinu skoraði Fjölnisliðið 17 stig í röð og hélt Grindvíkingum stigalausum fram á lokasekúndur leiksins. Fjölnir vann þessar 3 mínútur og 45 sekúndur 18-5 og leikinn því með 9 stigum. Fjölnir hafði yfirhöndina mest allan leikinn, leiddi með einu stig eftir 1. leikhluta, 17-16, og með 8 stigum í hálfleik, 45-37. Grindavík hafði þó náð að minnka muninn í 2 stig, 56-54, fyrir síðasta leikhlutann þar sem þeir síðan komust 4 stigum yfir. Fyrirliði Fjölnisliðsins, Hjalti Þór Vilhjálmsson var valinn maður leiksins en hann skoraði 21 stig, tók 13 fráköst, gaf 6 stoðsendingar og stal 6 boltum. Pálmar Ragnarsson átti einnig mjög góðan leik, skoraði 27 stig og tók 9 fráköst og þá var Magnús Pálsson með 12 stig auk þess að taka 8 fráköst og gefa 7 stoðsendingar. Brynjar Þór Kristófersson, kórónaði daginn með því að skora 8 stig, taka 7 fráköst og stela 4 boltum en fyrr um daginn hafði hann orðið bikarmeistari með 11. flokki og varð því eini tvöfaldi bikarmeistari helgarinnar. Hjá Grindavík var Jóhann Þór Ólafsson með 16 stig og 5 stoðsendingar, bróðir hans, Þorleifur Ólafsson, bætti við 14 stigum, 11 fráköstum og 4 stolnum boltum, Ármann Örn Vilbergsson var með 13 stig og 4 stolna bolta. Eggert Daði Pálsson var svo með 5 stolna og 13 stig en þurfti 21 skot til að skora þessi 13 stig. Þá var Davíð Páll Hermannsson með 10 stig auk þess að taka 8 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Fjögur félög eignuðust bikarmeistara í gær, Valur vann 10. flokk karla, Keflavík vann 10. flokk kvenna, Haukar unnu unglingaflokk kvenna og loks varð KR bikarmeistari í drengjaflokki. Það má finna allt um þessa fjóra leiki [v+]http://www.kki.is/default.asp?Adgerd=ein_frett&Recid=1746[v-]hér[slod-]. Það má síðan sjá yfirlit yfir bikarúrslit yngri flokkanna í sögulegu samhengi í grein á KKÍ-síðunni um bikarúrslitaleiki unga fólksins síðustu árin. Samantektina má finna undir greinum á KKÍ-síðunni eða [v+]http://www.kki.is/greinar.asp?Adgerd=ein_grein&Recid=196[v-]hér[slod-].
Tvölfaldur sigur hjá heimamönnum í Fjölni - Sjö félög eignuðust bikarmeistara
7 mar. 2004Seinni dagur bikarúrslita yngri flokka fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi í dag og reyndist heimavöllurinn Fjölnismönnum vel en þeir urðu eina félagið sem vann tvo bikarmeistaratitla í ár. Fjölnisstrákarnir unnu bæði 11. flokk og unglingaflokk í dag en eins urðu Njarðvíkingar bikarmeistarar í 9. flokki karla annað árið í röð og Grindavík vann 9. flokk kvenna. Sjö félög eignuðust bikarmeistara í Grafarvogi um helgina, Fjölnir (2), Valur, Njarðvík og KR unnu í karlaflokki og Keflavík, Haukar og Grindavík í kvennaflokki. Einn leikmaður varð tvöfaldur meistari, Brynjar Þór Kristófersson úr Fjölni. Fjölnir vann öruggan og auðveldan 28 stiga sigur á Keflavík, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2004/00001894/18940401.htm [v-]85-57[slod-] í fyrsta bikarúrslitaleik sunnudagsins sem var í 11. flokki karla. Fjölnir komst meðal annars í 17-5 og 26-8 og leiddi með 29 stigum í hálfleik, 51-22. Keflavík náði að minnka muninn í 11 stig í upphafi seinni hálfleiks (55-34) en þá gáfu Fjölnismenn aftur í og unnu örugglega. Árni Ragnarsson var valinn maður leiksins en hann skoraði 14 sitg, stal 8 boltum, tók 5 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Árni skoraði 7 stig og gaf 3 stoðsendingar á fyrstu 8 mínútunum sem Fjölnir vann 26-8 og gerði út um leikinn. Brynjar Þór Kristófersson bætti við 18 stigum og 7 fráköstum, Elvar Orri Hreinsson var með 16 stig og 4 stolna bolta og Þorsteinn Sverrisson skoraði 15 stig og tók 7 fráköst auk þess að skora 9 fyrstu stig liðsins í leiknum. Þá átti Garðar Sveinbjörnsson mjög fína innkomu af bekknum, skoraði 10 stig, tók 6 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og hitti úr 3 af 4 þriggja stiga skotum sínum. Hjá Keflavík var Adam Hart Fjeldsted með 16 stig og 8 fráköst og Aron Rúnarsson skoraði 12 stig, tók 6 fráköst, stal 4 boltum og gaf 4 stoðsendingar. Njarðvík vann 39 stiga sigur á Snæfelli, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2004/00001896/18960401.htm [v-]84-45[slod-] í bikarúrslitaleik 9. flokks karla og uppskar því loksins gull eftir að félagið þurfti að sætta sig við þrjú silfurverðlaun daginn áður. Nokkrir leikmanna Njarðvíkurliðsins höfðu verið með í báðum tapleikjum liðsins á laugardeginum. Snæfell hélt í við Njarðvík í upphafi leiks en í stöðunni 15-14 skoruðu Njarðvíkingar 14 stig í röð og voru komnir í 24 stiga forustu í hálfleik, 45-21. Ragnar Ólafsson var valinn maður leiksins en hann skoraði 20 af 30 stigum í fyrri hálfleik þar af 16 þeirra í 30-7 endaspretti liðsins fyrir hlé. Ragnar var auk þess með 7 fráköst og 7 stoðsendingar og nýtti 14 af 22 skotum sínum í leiknum. Hjörtur Hrafn Einarsson átti mjög góðan alhliða leik, skoraði 19 stig, gaf 8 stoðsendingar, tók 7 fráköst og stal 6 boltum án þess að tapa einum einasta bolta og hann nýtti skotin sín líka 53%. Þá skoraði Elías Kristjánsson 14 stig, Friðrik Óskarsson gerði 10 og fyrirliðinn Rúnar Ingi Erlingsson var með 7 stig og 7 stoðsendingar. Hjá Snæfelli skoraði Björgvin Valentínusarson 10 stig og tók 15 fráköst að auki, Gylfi Rögnvaldsson var með 8 stig og Atli Rafn Hreinsson skoraði 6 stig, tók 6 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Grindavík vann 34 stiga sigur á Kormáki, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2004/00001899/18990401.htm[v-]54-20[slod-] í bikarúrslitaleik 9. flokks kvenna. Kormákur hafði yfir 12-11 eftir mínútna leik en þá tók Grindavíkurliðið mikinn sprett, skoraði 17 af síðustu 19 stigum hálfleiksins og leiddi með 15 stigum í leikhléi, 28-13. Grindavík vann síðan seinni hálfleikinn, 26-7, og leikinn því örugglega með 34 stigum. Kormáksliðið vakti þó mikla athygli enda baráttuglaðar stelpur sem höfðu gaman af leiknum og voru líka dyggilega studdar á pöllunum. Íris Sverrisdóttir var valinn maður leiksins en hún skoraði sjö stigum meira en allt lið Kormákurs til samans (27 stig), auk þess að stela 6 boltum. Alma Rut Garðarsdóttir bætti við 8 stigum, 3 stolnum boltum og 3 stoðsendingum, Ingey Sigurðardóttir var með 6 stig, 7 fráköst og 5 stolna bolta og fyrirliðinn Berglind Anna Magnúsdóttir var með 5 stig og 14 fráköst, þar af 9 þeirra í sókn. Hjá Kormáki skoruðu þær Freydís Jóna Guðjónsdóttir og Guðrún Gróa Þorstensdóttir fimm stig hvor, Freydís var með 5 fráköst, 4 varin skot og 3 stoðsendingar að auki en Guðrún Gróa tók 18 fráköst og stal 5 boltum. Fjölnir varð eina félagið sem vann tvo bikara þess helgi eftir að unglingaflokkur félagsins vann Grindavík, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2004/00001899/18990401.htm[v-]84-75[slod-] í síðasta bikarúrslitaleik dagsins og helgarinnar. Grindavík hafði reyndar yfir, 66-70, þegar 3 mínútur og 45 sekúndur voru eftir en Ragnar Torfason, þjálfari liðsins, tók þá leikhlé og í framhaldinu skoraði Fjölnisliðið 17 stig í röð og hélt Grindvíkingum stigalausum fram á lokasekúndur leiksins. Fjölnir vann þessar 3 mínútur og 45 sekúndur 18-5 og leikinn því með 9 stigum. Fjölnir hafði yfirhöndina mest allan leikinn, leiddi með einu stig eftir 1. leikhluta, 17-16, og með 8 stigum í hálfleik, 45-37. Grindavík hafði þó náð að minnka muninn í 2 stig, 56-54, fyrir síðasta leikhlutann þar sem þeir síðan komust 4 stigum yfir. Fyrirliði Fjölnisliðsins, Hjalti Þór Vilhjálmsson var valinn maður leiksins en hann skoraði 21 stig, tók 13 fráköst, gaf 6 stoðsendingar og stal 6 boltum. Pálmar Ragnarsson átti einnig mjög góðan leik, skoraði 27 stig og tók 9 fráköst og þá var Magnús Pálsson með 12 stig auk þess að taka 8 fráköst og gefa 7 stoðsendingar. Brynjar Þór Kristófersson, kórónaði daginn með því að skora 8 stig, taka 7 fráköst og stela 4 boltum en fyrr um daginn hafði hann orðið bikarmeistari með 11. flokki og varð því eini tvöfaldi bikarmeistari helgarinnar. Hjá Grindavík var Jóhann Þór Ólafsson með 16 stig og 5 stoðsendingar, bróðir hans, Þorleifur Ólafsson, bætti við 14 stigum, 11 fráköstum og 4 stolnum boltum, Ármann Örn Vilbergsson var með 13 stig og 4 stolna bolta. Eggert Daði Pálsson var svo með 5 stolna og 13 stig en þurfti 21 skot til að skora þessi 13 stig. Þá var Davíð Páll Hermannsson með 10 stig auk þess að taka 8 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Fjögur félög eignuðust bikarmeistara í gær, Valur vann 10. flokk karla, Keflavík vann 10. flokk kvenna, Haukar unnu unglingaflokk kvenna og loks varð KR bikarmeistari í drengjaflokki. Það má finna allt um þessa fjóra leiki [v+]http://www.kki.is/default.asp?Adgerd=ein_frett&Recid=1746[v-]hér[slod-]. Það má síðan sjá yfirlit yfir bikarúrslit yngri flokkanna í sögulegu samhengi í grein á KKÍ-síðunni um bikarúrslitaleiki unga fólksins síðustu árin. Samantektina má finna undir greinum á KKÍ-síðunni eða [v+]http://www.kki.is/greinar.asp?Adgerd=ein_grein&Recid=196[v-]hér[slod-].