6 mar. 2004Fyrri dagur bikarúrslita yngri flokkanna getur ekki talist vera dagur Njarðvíkinga sem töpuðu öllum þremur úrslitaleikjum sínum í Íþróttamiðstöðunni í Dalhúsunum í Grafarvogi. Fjögur félög eignuðust bikarmeistara í dag, Valur vann 10. flokk karla, Keflavík vann 10. flokk kvenna, Haukar unnu unglingaflokk kvenna og loks varð KR bikarmeistari í drengjaflokki. Hinir fjórir bikarúrslitaleikirnir fara fram á morgun. Valsmenn urðu fyrstu bikarmeistarar dagsins þegar þeir unnu ríkjandi Íslands- og bikarmeistara Njarðvíkur, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2004/00001895/18950301.htm[v-]52-45[slod-]. Valsmenn lögðu grunninn að sigrinum með frábærum fyrri hálfleik sem liðið vann 35-24 og hitti þá úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum og átti 13 stoðsendingar á bak við 15 körfur. Maður leiksins var valinn fyrirliði liðsins, Hörður Hreiðarsson sem skoraði 10 stig, tók 20 fráköst, varði 6 skot og átti 5 stoðsendingar. Gissur Helguson átti einnig mjög góðan leik, skoraði 21 stig, tók 6 fráköst og átti 4 stoðsendingar. Gissur skoraði 17 stiga sinna í fyrri hálfleik þegar að hann hitti úr 7 af 12 skotum sínum og öllum þremur skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Páll Fannar Helgason (9 stig) og Gústaf Gústafsson (8 stig, 5 frák., 4 stoðs.) voru einnig atkvæðamiklir. Hjá Njarðvík skoraði Hjörtur Hrafn Einarsson 24 stig, tók 10 fráköst og átti 5 stoðsendingar, Ragnar Ólafsson var með 12 stig og Elías Kristjánsson bætti við 7 stigum. Keflavíkurstúlkur urðu bikarmeistarar annað árið í röð í 1988-árganginum hjá kvenfólkinu eftir öruggan 45 stiga sigur á nágrönnum sínum úr Njarðvíkunum í bikarúrslitaleik 10. flokks kvenna, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2004/00001898/18980302.htm[v-]78-25[slod-]. Keflavík vann bikarúrslitaleik sömu liða í fyrra með 22 stigum og hefur mikla yfirburði í þessum flokki enda margar af allra efnilegustu körfuknattsleikskonum landsins þar innanborðs. Bryndís Guðmundsdóttir var valinn maður leiksins en hún var með tvöfalda tvennu, skoraði 22 stig, tók 20 fráköst auk þess að gefa 5 stoðsendingar og verja 4 skot. María Ben Erlingsdóttir var einnig mjög sterk undir körfunum og bætti við 21 stigi, 10 fráköstum og 3 vörðum skotum. Hrönn Þorgrímsdóttir skoraði 11 stig þar af þrjár þriggja stiga körfur á fyrstu 4 mínútum leiksins og leikstjórnandinn, Bára Bragadóttir, stjórnaði sínu liði vel, átti 9 stoðsendingar og stal 5 boltum án þess að tapa einum einasta bolta í leiknum en Bára skoraði 2 stig. Hjá Njarðvík var Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir atkvæðamest með 15 stig og 14 fráköst. Margrét Kara Sturludóttir var næststigahæst með 3 stig, auk þess að taka 9 fráköst og verja 3 skot. Þetta var 50. bikarmeistaratitil Keflavíkur í yngri flokkum. Haukar urðu bikarmeistarar í unglingaflokki kvenna eftir 25 stiga sigur á Grindavík í úrslitaleik,[v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2004/00001897/18970301.htm[v-]67-42[slod-]. Haukar enduðu fjögurra ára sigurgöngu Keflavíkur í þessum flokki með því að slá þær út úr undanúrslitunum og Grindavíkurstelpur réðu ekkert við stöllur sínar úr Hafnarfirði í úrslitaleiknum. Helena Sverrisdóttir átti frábæran dag og var valin maður leiksins en Helena var bæði með tvöfalda tvennu og þrefalda tvennu í leiknum. Helena er ekki enn gengin upp í unglingaflokkinn (er í 10. flokki) en hún skoraði 32 stig, tók 23 fráköst, gaf 11 stoðsendingar og varði 5 skot. Helena kom að 21 af 25 körfum Haukaliðsins í leiknum, skoraði körfur 10 sjálf og átti svo 11 stoðsendingar á félaga sína í liðinu. Pálína Gunnlaugsdóttir kom henni næst með 12 stig og 8 fráköst og Hrefna Stefánsdóttir skoraði 6 stig. Hjá Grindavík skoraði Ólöf Helga Pálsdóttir 15 stig og tók 8 fráköst, Jovana Lilja Stefánsdóttir var með 14 stig og hin 13 ára Íris Sverrisdóttir skoraði 7 stig á 14 mínútum. Þá skoraði Petrúnella Skúladóttir 5 stig auk þess að taka 12 fráköst og stela 4 boltum. Þetta er fyrsti bikarmeistaratitill Hauka í unglingaflokki kvenna í 21 ár en Haukar unnu hann einnig 1983. KR varð bikarmeistari í drengjaflokki eftir sannfærandi sigur á Njarðvík, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2004/00001893/18930401.htm[v-]81-65[slod-], í síðasta bikarúrslitaleik dagsins. KR-ingar spiluðu grimma en góða vörn sem kostaði þá reyndar 30 villur en lamaði jafnframt sóknarleik Njarðvíkinga sem voru fyrir vikið á eftir þeim allan leikinn. Njarðvíkingar skoruðu 62% stiga sinna í fyrri hálfleik af vítalínunni (18 af 29) og voru þá komnir 13 stigum undir, 44-29. Munurinn jókst síðan í seinni hálfleik og KR vann að lokum með 16 stigum. Finnur Atli Magnússon var valinn maður leiksins en hann var með 21 stig, 14 fráköst, 6 varin skot og 4 stoðsendingar þrátt fyrir að spila aðeins í 29 mínútur. Grétar Örn Guðmundsson bætti síðan við 16 stigum, 10 fráköstum og 4 stolnum boltum, Brynjar Þór Björnsson skoraði 10 stig, tók 6 fráköst og varði 3 skot, Eldur Ólafsson var með 9 stig, 12 fráköst og 5 stolna og Sigfús Gunnlaugsson skoraði 8 stig og gaf 8 stoðsendingar. Hjá Njarðvík var Helgi Már Guðbjartsson með 18 stig, 10 fráköst, 6 stolna bolta og 6 varin skot, Jónas Ingason bætti við 16 stigum og 10 fráköstum og Kristján Sigurðsson skoraði 12 stig og tók 9 fráköst. Það má sjá yfirlit yfir bikarúrslit yngri flokkanna í sögulegu samhengi í grein á KKÍ-síðunni um bikarúrslitaleiki unga fólksins síðustu árin. Samantektina má finna undir greinum á KKÍ-síðunni eða [v+]http://www.kki.is/greinar.asp?Adgerd=ein_grein&Recid=196[v-]hér[slod-]. Á morgun ráðast úrslitin í 9. flokki karla og kvenna, 11 flokki karla og unglingaflokki karla og það er áfram leikið í Íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi þar sem heimamenn í Fjölni eru að gera góða hluti í umgjörð leikjanna.
Ekki dagur Njarðvíkinga - Valur, Keflavík, Haukar og KR bikarmeistarar
6 mar. 2004Fyrri dagur bikarúrslita yngri flokkanna getur ekki talist vera dagur Njarðvíkinga sem töpuðu öllum þremur úrslitaleikjum sínum í Íþróttamiðstöðunni í Dalhúsunum í Grafarvogi. Fjögur félög eignuðust bikarmeistara í dag, Valur vann 10. flokk karla, Keflavík vann 10. flokk kvenna, Haukar unnu unglingaflokk kvenna og loks varð KR bikarmeistari í drengjaflokki. Hinir fjórir bikarúrslitaleikirnir fara fram á morgun. Valsmenn urðu fyrstu bikarmeistarar dagsins þegar þeir unnu ríkjandi Íslands- og bikarmeistara Njarðvíkur, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2004/00001895/18950301.htm[v-]52-45[slod-]. Valsmenn lögðu grunninn að sigrinum með frábærum fyrri hálfleik sem liðið vann 35-24 og hitti þá úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum og átti 13 stoðsendingar á bak við 15 körfur. Maður leiksins var valinn fyrirliði liðsins, Hörður Hreiðarsson sem skoraði 10 stig, tók 20 fráköst, varði 6 skot og átti 5 stoðsendingar. Gissur Helguson átti einnig mjög góðan leik, skoraði 21 stig, tók 6 fráköst og átti 4 stoðsendingar. Gissur skoraði 17 stiga sinna í fyrri hálfleik þegar að hann hitti úr 7 af 12 skotum sínum og öllum þremur skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Páll Fannar Helgason (9 stig) og Gústaf Gústafsson (8 stig, 5 frák., 4 stoðs.) voru einnig atkvæðamiklir. Hjá Njarðvík skoraði Hjörtur Hrafn Einarsson 24 stig, tók 10 fráköst og átti 5 stoðsendingar, Ragnar Ólafsson var með 12 stig og Elías Kristjánsson bætti við 7 stigum. Keflavíkurstúlkur urðu bikarmeistarar annað árið í röð í 1988-árganginum hjá kvenfólkinu eftir öruggan 45 stiga sigur á nágrönnum sínum úr Njarðvíkunum í bikarúrslitaleik 10. flokks kvenna, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2004/00001898/18980302.htm[v-]78-25[slod-]. Keflavík vann bikarúrslitaleik sömu liða í fyrra með 22 stigum og hefur mikla yfirburði í þessum flokki enda margar af allra efnilegustu körfuknattsleikskonum landsins þar innanborðs. Bryndís Guðmundsdóttir var valinn maður leiksins en hún var með tvöfalda tvennu, skoraði 22 stig, tók 20 fráköst auk þess að gefa 5 stoðsendingar og verja 4 skot. María Ben Erlingsdóttir var einnig mjög sterk undir körfunum og bætti við 21 stigi, 10 fráköstum og 3 vörðum skotum. Hrönn Þorgrímsdóttir skoraði 11 stig þar af þrjár þriggja stiga körfur á fyrstu 4 mínútum leiksins og leikstjórnandinn, Bára Bragadóttir, stjórnaði sínu liði vel, átti 9 stoðsendingar og stal 5 boltum án þess að tapa einum einasta bolta í leiknum en Bára skoraði 2 stig. Hjá Njarðvík var Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir atkvæðamest með 15 stig og 14 fráköst. Margrét Kara Sturludóttir var næststigahæst með 3 stig, auk þess að taka 9 fráköst og verja 3 skot. Þetta var 50. bikarmeistaratitil Keflavíkur í yngri flokkum. Haukar urðu bikarmeistarar í unglingaflokki kvenna eftir 25 stiga sigur á Grindavík í úrslitaleik,[v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2004/00001897/18970301.htm[v-]67-42[slod-]. Haukar enduðu fjögurra ára sigurgöngu Keflavíkur í þessum flokki með því að slá þær út úr undanúrslitunum og Grindavíkurstelpur réðu ekkert við stöllur sínar úr Hafnarfirði í úrslitaleiknum. Helena Sverrisdóttir átti frábæran dag og var valin maður leiksins en Helena var bæði með tvöfalda tvennu og þrefalda tvennu í leiknum. Helena er ekki enn gengin upp í unglingaflokkinn (er í 10. flokki) en hún skoraði 32 stig, tók 23 fráköst, gaf 11 stoðsendingar og varði 5 skot. Helena kom að 21 af 25 körfum Haukaliðsins í leiknum, skoraði körfur 10 sjálf og átti svo 11 stoðsendingar á félaga sína í liðinu. Pálína Gunnlaugsdóttir kom henni næst með 12 stig og 8 fráköst og Hrefna Stefánsdóttir skoraði 6 stig. Hjá Grindavík skoraði Ólöf Helga Pálsdóttir 15 stig og tók 8 fráköst, Jovana Lilja Stefánsdóttir var með 14 stig og hin 13 ára Íris Sverrisdóttir skoraði 7 stig á 14 mínútum. Þá skoraði Petrúnella Skúladóttir 5 stig auk þess að taka 12 fráköst og stela 4 boltum. Þetta er fyrsti bikarmeistaratitill Hauka í unglingaflokki kvenna í 21 ár en Haukar unnu hann einnig 1983. KR varð bikarmeistari í drengjaflokki eftir sannfærandi sigur á Njarðvík, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2004/00001893/18930401.htm[v-]81-65[slod-], í síðasta bikarúrslitaleik dagsins. KR-ingar spiluðu grimma en góða vörn sem kostaði þá reyndar 30 villur en lamaði jafnframt sóknarleik Njarðvíkinga sem voru fyrir vikið á eftir þeim allan leikinn. Njarðvíkingar skoruðu 62% stiga sinna í fyrri hálfleik af vítalínunni (18 af 29) og voru þá komnir 13 stigum undir, 44-29. Munurinn jókst síðan í seinni hálfleik og KR vann að lokum með 16 stigum. Finnur Atli Magnússon var valinn maður leiksins en hann var með 21 stig, 14 fráköst, 6 varin skot og 4 stoðsendingar þrátt fyrir að spila aðeins í 29 mínútur. Grétar Örn Guðmundsson bætti síðan við 16 stigum, 10 fráköstum og 4 stolnum boltum, Brynjar Þór Björnsson skoraði 10 stig, tók 6 fráköst og varði 3 skot, Eldur Ólafsson var með 9 stig, 12 fráköst og 5 stolna og Sigfús Gunnlaugsson skoraði 8 stig og gaf 8 stoðsendingar. Hjá Njarðvík var Helgi Már Guðbjartsson með 18 stig, 10 fráköst, 6 stolna bolta og 6 varin skot, Jónas Ingason bætti við 16 stigum og 10 fráköstum og Kristján Sigurðsson skoraði 12 stig og tók 9 fráköst. Það má sjá yfirlit yfir bikarúrslit yngri flokkanna í sögulegu samhengi í grein á KKÍ-síðunni um bikarúrslitaleiki unga fólksins síðustu árin. Samantektina má finna undir greinum á KKÍ-síðunni eða [v+]http://www.kki.is/greinar.asp?Adgerd=ein_grein&Recid=196[v-]hér[slod-]. Á morgun ráðast úrslitin í 9. flokki karla og kvenna, 11 flokki karla og unglingaflokki karla og það er áfram leikið í Íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi þar sem heimamenn í Fjölni eru að gera góða hluti í umgjörð leikjanna.