5 mar. 2004Það er mikið að gerast í dómaraheiminum þessa dagana, fyrr í vikunni lýsti Helgi Bragason yfir að hann hyggðist leggja FIBA flautuna á hilluna og nú hefur Leifur S. Garðarsson fylgt í kjölfarið. Leifur tók við krefjandi og tímafreku starfi sem skólastjóri Áslandsskóla fyrir rúmu ári síðan sem á ekki samleið með löngum fjarverum erlendis vegna dómgæslu. Leifur tók FIBA prófið á Rimini á Ítalíu árið 1993 og fyrsta verkefni hans á vegum FIBA var að dæma 2 leiki í Belgíu í september 1994, fyrst leik Region Wallone Charleroi og Ulker SC Istanbul frá Tyrklandi með Boris Schmidt frá Þýskalandi. Til dagsins í dag hefur Leifur dæmt 37 leiki í Evrópukeppni félagsliða og farið í 9 mót á vegum FIBA auk annarra ferða með íslenskum liðum. Nú síðast var hann í Frakklandi þar sem hann dæmdi tvo leiki, einn í Evrópudeild karla og einn í Evrópdeild kvenna. Hápunktar ferils Leifs eru þó annars vegar þegar hann dæmdi leik Real Madrid og Benfica á Spáni árið 1996 en Portúgalirnir sigruðu með 1 stigi, heimamönnum til lítillar gleði. Hinn hápunkturinn var svo þegar hann var útnefndur á námskeið fyrir 20 efnilegustu dómara í Evrópu 35 ára og yngri, en námskeiðið var haldið í Trevisio á Ítalíu.
Leifur leggur FIBA flautuna á hilluna
5 mar. 2004Það er mikið að gerast í dómaraheiminum þessa dagana, fyrr í vikunni lýsti Helgi Bragason yfir að hann hyggðist leggja FIBA flautuna á hilluna og nú hefur Leifur S. Garðarsson fylgt í kjölfarið. Leifur tók við krefjandi og tímafreku starfi sem skólastjóri Áslandsskóla fyrir rúmu ári síðan sem á ekki samleið með löngum fjarverum erlendis vegna dómgæslu. Leifur tók FIBA prófið á Rimini á Ítalíu árið 1993 og fyrsta verkefni hans á vegum FIBA var að dæma 2 leiki í Belgíu í september 1994, fyrst leik Region Wallone Charleroi og Ulker SC Istanbul frá Tyrklandi með Boris Schmidt frá Þýskalandi. Til dagsins í dag hefur Leifur dæmt 37 leiki í Evrópukeppni félagsliða og farið í 9 mót á vegum FIBA auk annarra ferða með íslenskum liðum. Nú síðast var hann í Frakklandi þar sem hann dæmdi tvo leiki, einn í Evrópudeild karla og einn í Evrópdeild kvenna. Hápunktar ferils Leifs eru þó annars vegar þegar hann dæmdi leik Real Madrid og Benfica á Spáni árið 1996 en Portúgalirnir sigruðu með 1 stigi, heimamönnum til lítillar gleði. Hinn hápunkturinn var svo þegar hann var útnefndur á námskeið fyrir 20 efnilegustu dómara í Evrópu 35 ára og yngri, en námskeiðið var haldið í Trevisio á Ítalíu.