5 mar. 2004Ívar Ásgrímsson landsliðsþjálfari kvenna hefur gert breytingar á landsliðshópnum fyrir leik A-og B-landsliðsins á morgun. Þær Bryndís Guðmundsdóttir, María Ben Erlingsdóttir og Ingibjörg Vilbergsdóttir geta ekki tekið þátt í leiknum, þar sem þær eru að leika til úrslita í bikarkeppni KKÍ í 10. flokki. Sömuleiðis eru þær Petrúnella Skúladóttir og Ólöf Helga Pálsdóttir úr UMFG og Helena Sverrisdóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir úr Haukum uppteknar í bikarúrslitaleik unglingaflokks kvenna. Marín Karlsdóttir færist úr B-liðinu í A-liðið og inn í B-liðið koma þær Guðrún Arna Sigurðardóttir KR og Svana Bjarnadóttir ÍS. Leikurinn verður í íþróttahúsi Seljaskóla kl. 16:30 á morgun, laugardag. mt: Marín Rós Karlsdóttir
Breytingar á kvennalandsliðshópnum
5 mar. 2004Ívar Ásgrímsson landsliðsþjálfari kvenna hefur gert breytingar á landsliðshópnum fyrir leik A-og B-landsliðsins á morgun. Þær Bryndís Guðmundsdóttir, María Ben Erlingsdóttir og Ingibjörg Vilbergsdóttir geta ekki tekið þátt í leiknum, þar sem þær eru að leika til úrslita í bikarkeppni KKÍ í 10. flokki. Sömuleiðis eru þær Petrúnella Skúladóttir og Ólöf Helga Pálsdóttir úr UMFG og Helena Sverrisdóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir úr Haukum uppteknar í bikarúrslitaleik unglingaflokks kvenna. Marín Karlsdóttir færist úr B-liðinu í A-liðið og inn í B-liðið koma þær Guðrún Arna Sigurðardóttir KR og Svana Bjarnadóttir ÍS. Leikurinn verður í íþróttahúsi Seljaskóla kl. 16:30 á morgun, laugardag. mt: Marín Rós Karlsdóttir