4 mar. 2004ÍR-ingurinn og landsliðsmaðurinn Hreggviður Magnússon hefur staðið sig mjög vel í háskólaboltanum í Bandaríkjunum í vetur. Hreggviður er í viðskiptanámi (financial economics, sambland hagfræði og stærðfræði) í Centre háskólanum og spilar með liði skólans í SCAC (South Collgiate Athletic Conference) deildinni. Liðið lauk deildarkeppninni í 3. sæti (af 10) með 10-3 árangur, en var sleginn út úr 8 liða úrslitakeppni í fyrstu umferð. Hreggviður leikur í stöðu miðherja og var í lok tímabilsins valinn nýliði ársins í deildinni. Hann skoraði 13,4 stig að meðaltali (í öðru sæti nýliðanna og í tíunda sæti í deildinni). Hann varð í sextánda sæti yfir frákastahæstu leikmenn í deildinni (4,3 fráköst í leik), fimmti í skotnýtingu (51,9%), í fimmtánda sæti í vítahittni (72,8%) og í tíunda sæti í vörðum skotum (0,64 í leik). Hann var einu sinni á tímabilinu valinn leikmaður vikunnar og var nálægt því að verða kjörinn í úrvalslið mótsins. Af [v+]http://www.ir-karfa.is/[v-]vef ÍR-inga[slod-].
Frábær árangur hjá Hreggviði
4 mar. 2004ÍR-ingurinn og landsliðsmaðurinn Hreggviður Magnússon hefur staðið sig mjög vel í háskólaboltanum í Bandaríkjunum í vetur. Hreggviður er í viðskiptanámi (financial economics, sambland hagfræði og stærðfræði) í Centre háskólanum og spilar með liði skólans í SCAC (South Collgiate Athletic Conference) deildinni. Liðið lauk deildarkeppninni í 3. sæti (af 10) með 10-3 árangur, en var sleginn út úr 8 liða úrslitakeppni í fyrstu umferð. Hreggviður leikur í stöðu miðherja og var í lok tímabilsins valinn nýliði ársins í deildinni. Hann skoraði 13,4 stig að meðaltali (í öðru sæti nýliðanna og í tíunda sæti í deildinni). Hann varð í sextánda sæti yfir frákastahæstu leikmenn í deildinni (4,3 fráköst í leik), fimmti í skotnýtingu (51,9%), í fimmtánda sæti í vítahittni (72,8%) og í tíunda sæti í vörðum skotum (0,64 í leik). Hann var einu sinni á tímabilinu valinn leikmaður vikunnar og var nálægt því að verða kjörinn í úrvalslið mótsins. Af [v+]http://www.ir-karfa.is/[v-]vef ÍR-inga[slod-].