24 feb. 2004Bandaríska kvennalandsliðið heldur í næstu viku til Kúbu og mun leika þar þrjá landsleiki á jafnmörgum dögum. Leikirnir eru liður í undirbúningi bandaríska liðsins fyrir Ólympíuleikana í Aþenu í sumar, en Kúba er núverandi Ameríkumeistari. Bandaríska liðið kom saman til æfinga í síðustu viku og segir þjálfari liðsins, Van Chancellor sem einnig þjálfar Houston Comets í WNBA-deildinni, segir að leikrinir við Kúbu séu mjög mikilvægir í undirbúningi liðsins fyrir leikana í Aþenu. Það er ekki á hverjum degi sem bandarísk lið leika á Kúbu og þessi ferð kvennaliðsins telst örugglega til tíðinda þar vestra.
Bandaríska kvennaliðið til Kúbu
24 feb. 2004Bandaríska kvennalandsliðið heldur í næstu viku til Kúbu og mun leika þar þrjá landsleiki á jafnmörgum dögum. Leikirnir eru liður í undirbúningi bandaríska liðsins fyrir Ólympíuleikana í Aþenu í sumar, en Kúba er núverandi Ameríkumeistari. Bandaríska liðið kom saman til æfinga í síðustu viku og segir þjálfari liðsins, Van Chancellor sem einnig þjálfar Houston Comets í WNBA-deildinni, segir að leikrinir við Kúbu séu mjög mikilvægir í undirbúningi liðsins fyrir leikana í Aþenu. Það er ekki á hverjum degi sem bandarísk lið leika á Kúbu og þessi ferð kvennaliðsins telst örugglega til tíðinda þar vestra.