23 feb. 2004Haukar unnu sætan sigur á liði Laugdæla í gær með 73 stigum gegn 42. Sigurinn var aldrei í hættu og hafa Haukar unnið alla leiki sína í 2. deild kvenna og flesta með yfirburðum. Sigurinn tryggði liðinu sigur í 2. deildinni og sæti í 1. deild að ári og er ljóst að liðið á eftir að láta til sín taka í þeirri deild. Ólafur Rafnsson og Pétur Hrafn Sigurðsson frá KKÍ afhentu Haukum sigurlaunin. Eftir leik buðu Haukar leikmönnum og forsvarsmönnum upp á glæsilegt veisluhlaðborð þar sem sæti í 1. deild á næsta keppnistímabili var fagnað.
Haukar í 1. deild að ári
23 feb. 2004Haukar unnu sætan sigur á liði Laugdæla í gær með 73 stigum gegn 42. Sigurinn var aldrei í hættu og hafa Haukar unnið alla leiki sína í 2. deild kvenna og flesta með yfirburðum. Sigurinn tryggði liðinu sigur í 2. deildinni og sæti í 1. deild að ári og er ljóst að liðið á eftir að láta til sín taka í þeirri deild. Ólafur Rafnsson og Pétur Hrafn Sigurðsson frá KKÍ afhentu Haukum sigurlaunin. Eftir leik buðu Haukar leikmönnum og forsvarsmönnum upp á glæsilegt veisluhlaðborð þar sem sæti í 1. deild á næsta keppnistímabili var fagnað.