20 feb. 2004Danski landsliðsmaðurinn Christian Drejer hefur gert smaning við spænska stórliðið Barcelona. Samningurinn gæti þýtt að Drejer verði leikmaður kótalónska liðsins til ársins 2007. Barcelona hefur gengið á eftir Drejer undanfarna daga, en hann hefur undanfarna tvo vetur leikið með University of Florida. Í vetur hefur hann verið í byrjunarliði Florida í öllum 20 leikjum skólans og skorað að meðaltali rúmlega 10 stig og einnig verið með tæplega 5 stoðsendingar að meðaltali. Drejer sagðist upphaflega vera mjög ánægður í Florida, en lét að lokum undan þrýstingi Spánverjanna. Upphaflega vakti Drejer athygli Spánverja þegar hann skoraði 34 stig fyrir Dani gegn Spánverjum í leik í undankeppni Evrópukeppni U-21 árs landsliða í júlí 2001. Hann lék síðan gegn A-landsliði Spánar í nóvember 2001 og gerði 24 stig og var með 3 stoðsendingar á 38 mínútum. Barcelona hefur hefur gengið mjög vel í Euroleague það sem af er þessu keppnistímabili, er með 12 sigra úr 14 leikjum og í spænsku deildinni hafa þeir unnið 17 af 24 leikjum. Mikil meiðsl hrjá hins vegar liðið um þessar mundir og mun það vera eins helsta ástæðan fyrir því að þeir fengu Drejer til sín. Christian Drejer hefur ásamt Jóni Arnóri Stefánssyni verið talinn í hópi efnilegustu leikmanna Norðurlanda undanfarin ár og hafa stórlið víða um heim haft augastað á þessum snjöllu norrænu víkingum.
Dani semur við Barcelona
20 feb. 2004Danski landsliðsmaðurinn Christian Drejer hefur gert smaning við spænska stórliðið Barcelona. Samningurinn gæti þýtt að Drejer verði leikmaður kótalónska liðsins til ársins 2007. Barcelona hefur gengið á eftir Drejer undanfarna daga, en hann hefur undanfarna tvo vetur leikið með University of Florida. Í vetur hefur hann verið í byrjunarliði Florida í öllum 20 leikjum skólans og skorað að meðaltali rúmlega 10 stig og einnig verið með tæplega 5 stoðsendingar að meðaltali. Drejer sagðist upphaflega vera mjög ánægður í Florida, en lét að lokum undan þrýstingi Spánverjanna. Upphaflega vakti Drejer athygli Spánverja þegar hann skoraði 34 stig fyrir Dani gegn Spánverjum í leik í undankeppni Evrópukeppni U-21 árs landsliða í júlí 2001. Hann lék síðan gegn A-landsliði Spánar í nóvember 2001 og gerði 24 stig og var með 3 stoðsendingar á 38 mínútum. Barcelona hefur hefur gengið mjög vel í Euroleague það sem af er þessu keppnistímabili, er með 12 sigra úr 14 leikjum og í spænsku deildinni hafa þeir unnið 17 af 24 leikjum. Mikil meiðsl hrjá hins vegar liðið um þessar mundir og mun það vera eins helsta ástæðan fyrir því að þeir fengu Drejer til sín. Christian Drejer hefur ásamt Jóni Arnóri Stefánssyni verið talinn í hópi efnilegustu leikmanna Norðurlanda undanfarin ár og hafa stórlið víða um heim haft augastað á þessum snjöllu norrænu víkingum.