18 feb. 2004Nokkrir framámenn í FIBA, Alþjóðakörfuknattleikssambandinu, hugðust sækja Bagdad, höfuðborg Íraks, heim um síðustu helgi. Tigangur ferðarinnar var að veita forsvarsmönnum körfuknattleikssambands Íraks góð ráð í uppbyggingu körfuknattleiks í landinu og færa þeim ýmis tæki og búnað að gjöf. Ferðin reyndist á endanum söguleg, enda komust FIBA-menn ekki á leiðarenda. Meðal þeirra sem voru í föruneyti FIBA voru varaforseti sambandsins, aðstoðarframkvæmdastjóri FIBA-Asia og íþróttafulltrúi FIBA, Lubomir Kotleba. Á leið sinni til Bagdad komu þeir félagar við í Beirut í Líbanon og Damaskus í Sýrlandi og hittu ráðamenn körfuknattleiksmála í þessum löndum. Að morgni sl. fimmtudags lagði bílalest FIBA-manna af stað til Bagdad. Í lestinni var meðal annars vörubíll hlaðinn 150 körfuboltum, 3 færanlegum stigatöflum og 10 búningasettum fyrir landslið Íraks. Við landamæri Sýrlands og Íraks varð bílalestin að snúa við þar sem landamærin voru lokuð í kjölfar sprengjutilræðis í Bagdad nóttina áður. Bílalestin varð því að halda á ný til Damaskus. Daginn eftir komast framkvæmdastjóri hins nýja körfuknattleikssambands Íraks til Damaskus og fékk farminn afhentan. Samkvæmt heimildum FIBA komst framkvæmdastjórinn óhultur til heim Bagdad með farminn góða. Ferðinn var farin í þeim tilgangi að bæta körfuknattleiksaðstöðuna í Írak. Einnig var fyrirhugað námskeið með 1.000 ungum körfuknattleiksmönnum og 70 dómurum sem áttu að hlusta á fyrirlestur frá Hr. Kotleba. Þá var fyrirhugað að opnunarleikur íröksku deildarinnar færi fram umræddan dag. Að mati FIBA var ferðin gagnleg þrátt fyrir alls og eru menn vongóðir að körfuknattleikurinn í Írak muni ná fyrri getu. Landslið Íraks var eitt sterkasta landslið Asíu á sínum tíma. Að mati FIBA er aðstoð við íþróttahreyfinguna í landi eins og Írak, mikilvægur liður í efnahagslegri og félagslegri uppbyggingu landsins og gefur yngri kynslóðinni tækifæri og von um betri framtíð. FIBA hefur í hyggju að senda sérfræðinga og aðstoð til fleiri stríðshrjáðra svæða, svo sem Afganistan, Austur-Tímor og Solomon-eyja, á næstunni.
Söguleg hjálparferð FIBA til Íraks
18 feb. 2004Nokkrir framámenn í FIBA, Alþjóðakörfuknattleikssambandinu, hugðust sækja Bagdad, höfuðborg Íraks, heim um síðustu helgi. Tigangur ferðarinnar var að veita forsvarsmönnum körfuknattleikssambands Íraks góð ráð í uppbyggingu körfuknattleiks í landinu og færa þeim ýmis tæki og búnað að gjöf. Ferðin reyndist á endanum söguleg, enda komust FIBA-menn ekki á leiðarenda. Meðal þeirra sem voru í föruneyti FIBA voru varaforseti sambandsins, aðstoðarframkvæmdastjóri FIBA-Asia og íþróttafulltrúi FIBA, Lubomir Kotleba. Á leið sinni til Bagdad komu þeir félagar við í Beirut í Líbanon og Damaskus í Sýrlandi og hittu ráðamenn körfuknattleiksmála í þessum löndum. Að morgni sl. fimmtudags lagði bílalest FIBA-manna af stað til Bagdad. Í lestinni var meðal annars vörubíll hlaðinn 150 körfuboltum, 3 færanlegum stigatöflum og 10 búningasettum fyrir landslið Íraks. Við landamæri Sýrlands og Íraks varð bílalestin að snúa við þar sem landamærin voru lokuð í kjölfar sprengjutilræðis í Bagdad nóttina áður. Bílalestin varð því að halda á ný til Damaskus. Daginn eftir komast framkvæmdastjóri hins nýja körfuknattleikssambands Íraks til Damaskus og fékk farminn afhentan. Samkvæmt heimildum FIBA komst framkvæmdastjórinn óhultur til heim Bagdad með farminn góða. Ferðinn var farin í þeim tilgangi að bæta körfuknattleiksaðstöðuna í Írak. Einnig var fyrirhugað námskeið með 1.000 ungum körfuknattleiksmönnum og 70 dómurum sem áttu að hlusta á fyrirlestur frá Hr. Kotleba. Þá var fyrirhugað að opnunarleikur íröksku deildarinnar færi fram umræddan dag. Að mati FIBA var ferðin gagnleg þrátt fyrir alls og eru menn vongóðir að körfuknattleikurinn í Írak muni ná fyrri getu. Landslið Íraks var eitt sterkasta landslið Asíu á sínum tíma. Að mati FIBA er aðstoð við íþróttahreyfinguna í landi eins og Írak, mikilvægur liður í efnahagslegri og félagslegri uppbyggingu landsins og gefur yngri kynslóðinni tækifæri og von um betri framtíð. FIBA hefur í hyggju að senda sérfræðinga og aðstoð til fleiri stríðshrjáðra svæða, svo sem Afganistan, Austur-Tímor og Solomon-eyja, á næstunni.