16 feb. 2004Óhætt er að segja að óvænt úrslit hafi verið í Intersport-deildinni um helgina. Þór Þ. vann Tindastól á föstudaginn og í gær töpuðu Keflavík, Njarðvík og KR öll leikjum sínum í deildinni. Sjaldgæft er að þessi lið tapi öll leikjum sínum í sömu umferðinni, en slíkt gerist einmitt fyrir hálfum mánuði, þann 1. febrúar. Þá tapaði lið UMFG einnig leik sínum í þeirri umferð og var það í fyrsta sinn í níu ár að suðurnesjaliðin tapa öll í sömu umferðinni. Nú er að sjá hvort þetta endurtaki sig því UMFG á eftir að leika í umferðinni. Sá leikur er í kvöld gegn Þór Þ. í Þorlákshöfn kl. 19:15.
Óvænt úrslit um helgina
16 feb. 2004Óhætt er að segja að óvænt úrslit hafi verið í Intersport-deildinni um helgina. Þór Þ. vann Tindastól á föstudaginn og í gær töpuðu Keflavík, Njarðvík og KR öll leikjum sínum í deildinni. Sjaldgæft er að þessi lið tapi öll leikjum sínum í sömu umferðinni, en slíkt gerist einmitt fyrir hálfum mánuði, þann 1. febrúar. Þá tapaði lið UMFG einnig leik sínum í þeirri umferð og var það í fyrsta sinn í níu ár að suðurnesjaliðin tapa öll í sömu umferðinni. Nú er að sjá hvort þetta endurtaki sig því UMFG á eftir að leika í umferðinni. Sá leikur er í kvöld gegn Þór Þ. í Þorlákshöfn kl. 19:15.