12 feb. 2004FIBA hefur ákveðið hvar úrslitakeppnir deildanna í Evrópubikarnum - final four - fara fram. Vesturdeildin sem Keflavík tók þátt í verður leikin í Toulon í Frakklandi 2. og 3. mars. Þar mætast Clube Atletico og Ovarense frá Portúgal í fyrri leiknum og Hyeres Toulon og SAOS Dijon frá Frakklandi í síðari leiknum. Ovarense og Dijon voru einmitt mótherjar Keflvíkinga í keppninni. Leikið verður 2. og 3. mars næstkomandi. Sigurvegari Vesturdeildarinnar mun svo taka þátt í úrslitakeppni um Evrópubikarinn sem haldin verður 27. og 28. mars. Liðin sem mætast í Norðurdeildinni eru BC Valmeira frá Lettlandi og Dynamo Moskva frá Rússlandi annarsvegar og Arsenal Tula og Avtodor Saratov frá Rússlandi hinsvegar. Mótið verður haldið í Tula í Rússlandi 28. og 29. febrúar Í miðdeildinni mætast TSK Wurzburg og Mitteldeutscher BC frá Þýskalandi og Debreceni Vadakasok frá Ungverjalandi og SW Brno frá Tékklandi. Mótið verður haldið í Debreceni í Ungverjalandi 28. og 29. febrúar. Í suðurdeildinni sem haldin er í Izmir í Tyrklandi mætast Keravnos Keo frá Kýpur og Fersped Rabotnicki frá Makedóníu annarsvegar og Tuborg Pilsner og Fenerbahce frá Tyrklandi hinsvegar. Leikið verður 28. og 29. febrúar.
Úrslitakeppni deildanna klár
12 feb. 2004FIBA hefur ákveðið hvar úrslitakeppnir deildanna í Evrópubikarnum - final four - fara fram. Vesturdeildin sem Keflavík tók þátt í verður leikin í Toulon í Frakklandi 2. og 3. mars. Þar mætast Clube Atletico og Ovarense frá Portúgal í fyrri leiknum og Hyeres Toulon og SAOS Dijon frá Frakklandi í síðari leiknum. Ovarense og Dijon voru einmitt mótherjar Keflvíkinga í keppninni. Leikið verður 2. og 3. mars næstkomandi. Sigurvegari Vesturdeildarinnar mun svo taka þátt í úrslitakeppni um Evrópubikarinn sem haldin verður 27. og 28. mars. Liðin sem mætast í Norðurdeildinni eru BC Valmeira frá Lettlandi og Dynamo Moskva frá Rússlandi annarsvegar og Arsenal Tula og Avtodor Saratov frá Rússlandi hinsvegar. Mótið verður haldið í Tula í Rússlandi 28. og 29. febrúar Í miðdeildinni mætast TSK Wurzburg og Mitteldeutscher BC frá Þýskalandi og Debreceni Vadakasok frá Ungverjalandi og SW Brno frá Tékklandi. Mótið verður haldið í Debreceni í Ungverjalandi 28. og 29. febrúar. Í suðurdeildinni sem haldin er í Izmir í Tyrklandi mætast Keravnos Keo frá Kýpur og Fersped Rabotnicki frá Makedóníu annarsvegar og Tuborg Pilsner og Fenerbahce frá Tyrklandi hinsvegar. Leikið verður 28. og 29. febrúar.