11 feb. 2004Vegna fólskulegrar árásar sem Fannar Ólafsson, leikmaður Keflavíkur, varð fyrir aðfararnótt sunnudags á bikargleði Keflvíkinga í Stapanum vilja stjórnir körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur koma eftirfarandi á framfæri: Keflavík og Njarðvík eru sigursælustu félögin í íslenskum körfubolta á undanförnum árum. Eitt af því sem heldur þessum félögum á toppnum er stöðug og öflug samkeppni milli félaganna. Þessari samkeppni fylgir heilbrigður rígur sem hvetur menn til dáða og eykur stemmninguna á kappleikjum. Enda eru leikir þessara félaga engu öðru líkir. Rígurinn birtist yfirleitt sem góðlátlegt grín og oft mont ef vel gengur og í mesta lagi eru illkvittin orð látin falla í hita leiksins. Þetta þekkja menn úr íþróttum þar sem nálægðin er mikil. En á bak við samkeppnina og ríginn er öflugt samstarf deildanna og oft á tíðum vinskapur meðal leikmanna, stjórnarmanna og stuðningsmanna. Sem dæmi um samstarf má nefna að félögin starfa mikið saman að mótahaldi og ýmis konar uppákomum. Gott dæmi er nýafstaðinn úrslitaleikur KKÍ & Lýsingar þar sem stjórnir félaganna funduðu stíft saman og unnu saman að framkvæmd leiksins sem heppnaðist vel í alla staði. Árásin á Fannar var fólskuleg, tilefnislaus og grimm. En að gefnu tilefni viljum við taka fram að þessi árás er engan veginn sprottin úr téðum ríg, heldur er hún einstakt og einangrað atvik ógæfumanns sem eflaust á um sárt að binda. Það var enginn undanfari þessarar árásar okkur vitandi, engar deilur, engin rifrildi, engin slagsmál milli Keflvíkinga og Njarðvíkinga. Því þykir okkur afar leitt að borið hefur á því að sumir vilja tengja þetta atvik við ríginn milli félaganna. Slík umræða er afar skaðleg og gæti hugsanlega stuðlað að óæskilegri hegðun í kjölfarið. Við viljum því árétta að þrátt fyrir mikla samkeppni er mikill vinskapur milli þessara félaga og þetta atvik mun engu breyta í því sambandi. Mikilvægt er að stuðningsmenn félaganna geri sér grein fyrir þessu. Fannar er góður drengur og baráttuglaður, allir kunna vel að meta hans kröftugu framgöngu á leikvellinum. Körfuboltasamfélagið á Íslandi er furðu lostið eftir þetta atvik og fjölmargir hafa fordæmt árásina og óskað Fannari góðs bata. Við viljum taka undir það í sameiningu og lýsa því yfir að ofbeldi hefur aldrei verið og mun aldrei verða partur af okkar samkeppni. Við erum miklir keppnismenn, eins og dæmin sanna, en við útkljáum ávallt okkar deilur á vellinum. Með keppniskveðju, Hrannar Hólm, formaður KKDK Hafsteinn Hilmarsson, formaður KKD UMFN
Yfirlýsing frá stjórnum kknd Keflavíkur og Njarðvíkur
11 feb. 2004Vegna fólskulegrar árásar sem Fannar Ólafsson, leikmaður Keflavíkur, varð fyrir aðfararnótt sunnudags á bikargleði Keflvíkinga í Stapanum vilja stjórnir körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur koma eftirfarandi á framfæri: Keflavík og Njarðvík eru sigursælustu félögin í íslenskum körfubolta á undanförnum árum. Eitt af því sem heldur þessum félögum á toppnum er stöðug og öflug samkeppni milli félaganna. Þessari samkeppni fylgir heilbrigður rígur sem hvetur menn til dáða og eykur stemmninguna á kappleikjum. Enda eru leikir þessara félaga engu öðru líkir. Rígurinn birtist yfirleitt sem góðlátlegt grín og oft mont ef vel gengur og í mesta lagi eru illkvittin orð látin falla í hita leiksins. Þetta þekkja menn úr íþróttum þar sem nálægðin er mikil. En á bak við samkeppnina og ríginn er öflugt samstarf deildanna og oft á tíðum vinskapur meðal leikmanna, stjórnarmanna og stuðningsmanna. Sem dæmi um samstarf má nefna að félögin starfa mikið saman að mótahaldi og ýmis konar uppákomum. Gott dæmi er nýafstaðinn úrslitaleikur KKÍ & Lýsingar þar sem stjórnir félaganna funduðu stíft saman og unnu saman að framkvæmd leiksins sem heppnaðist vel í alla staði. Árásin á Fannar var fólskuleg, tilefnislaus og grimm. En að gefnu tilefni viljum við taka fram að þessi árás er engan veginn sprottin úr téðum ríg, heldur er hún einstakt og einangrað atvik ógæfumanns sem eflaust á um sárt að binda. Það var enginn undanfari þessarar árásar okkur vitandi, engar deilur, engin rifrildi, engin slagsmál milli Keflvíkinga og Njarðvíkinga. Því þykir okkur afar leitt að borið hefur á því að sumir vilja tengja þetta atvik við ríginn milli félaganna. Slík umræða er afar skaðleg og gæti hugsanlega stuðlað að óæskilegri hegðun í kjölfarið. Við viljum því árétta að þrátt fyrir mikla samkeppni er mikill vinskapur milli þessara félaga og þetta atvik mun engu breyta í því sambandi. Mikilvægt er að stuðningsmenn félaganna geri sér grein fyrir þessu. Fannar er góður drengur og baráttuglaður, allir kunna vel að meta hans kröftugu framgöngu á leikvellinum. Körfuboltasamfélagið á Íslandi er furðu lostið eftir þetta atvik og fjölmargir hafa fordæmt árásina og óskað Fannari góðs bata. Við viljum taka undir það í sameiningu og lýsa því yfir að ofbeldi hefur aldrei verið og mun aldrei verða partur af okkar samkeppni. Við erum miklir keppnismenn, eins og dæmin sanna, en við útkljáum ávallt okkar deilur á vellinum. Með keppniskveðju, Hrannar Hólm, formaður KKDK Hafsteinn Hilmarsson, formaður KKD UMFN