4 feb. 2004Páll Kristinsson leikmaður Njarðvíkur var dæmdur í eins leiks bann á fundi aganefndar KKÍ. Páll var sem kunnugt er rekinn af leikvelli í leik UMFN og Hamars sl. sunnudag fyrir ógnun eða árás á dómara leiksins. Páll mun taka bannið út í bikarúrslitaleik UMFN og Keflavíkur á laugardaginn kemur. Á fundi aganefndar var einnig tekin fyrir kæra á hendur Julian Martinez þjálfara Þórs Ak. en hann fékk dæmda á sig brottrekstrarvillu fyrir óhæfileg mótmæli eða mótþróa við dómara í leik Fjölnis og Þórs sl. laugardag. Martinez var dæmdur í tveggja leikja bann, en hann hafði fyrr í vetur verið dæmdur í eins leiks bann af nefndinni. Þá var Bjarni K. Árnason leikmaður Þórs Ak. dæmdur í eins leiks bann. Hann var rekinn af leikvelli í leik ÍG og Þórs sl. föstudag fyrir sérlega grófan leik eða ofbeldi. Þessi bönn taka öll gildi frá og með hádegi föstudaginn 6. febrúar.
Páll í leikbanni í bikarúrslitaleiknum
4 feb. 2004Páll Kristinsson leikmaður Njarðvíkur var dæmdur í eins leiks bann á fundi aganefndar KKÍ. Páll var sem kunnugt er rekinn af leikvelli í leik UMFN og Hamars sl. sunnudag fyrir ógnun eða árás á dómara leiksins. Páll mun taka bannið út í bikarúrslitaleik UMFN og Keflavíkur á laugardaginn kemur. Á fundi aganefndar var einnig tekin fyrir kæra á hendur Julian Martinez þjálfara Þórs Ak. en hann fékk dæmda á sig brottrekstrarvillu fyrir óhæfileg mótmæli eða mótþróa við dómara í leik Fjölnis og Þórs sl. laugardag. Martinez var dæmdur í tveggja leikja bann, en hann hafði fyrr í vetur verið dæmdur í eins leiks bann af nefndinni. Þá var Bjarni K. Árnason leikmaður Þórs Ak. dæmdur í eins leiks bann. Hann var rekinn af leikvelli í leik ÍG og Þórs sl. föstudag fyrir sérlega grófan leik eða ofbeldi. Þessi bönn taka öll gildi frá og með hádegi föstudaginn 6. febrúar.