4 feb. 2004Leifur Garðarsson lenti heldur betur í fjörugum leik í kvöld, þegar SLUC Nancy tók á móti NIS Vojvodina. Á síðustu 22 sekúndum fjórða leikhluta skoraði hvort lið fimm stig og staðan var jöfn 86-86 þegar honum lauk. Nancy skoraði þriggja stiga körfu í upphafi framlengingar og eftir smá japl, jaml og fuður var staðan enn jöfn 93-93. Það var svo Ismaila Sy sem negldi niður flautukörfu úr horninu, þriggja stiga körfu, og Nancy vann leikinn 96-93. Það má því segja að þeir 2000 áhorfendur sem voru á leiknum hafi fengið eitthvað fyrir snúð sinn.
Framlengt í Frakklandi
4 feb. 2004Leifur Garðarsson lenti heldur betur í fjörugum leik í kvöld, þegar SLUC Nancy tók á móti NIS Vojvodina. Á síðustu 22 sekúndum fjórða leikhluta skoraði hvort lið fimm stig og staðan var jöfn 86-86 þegar honum lauk. Nancy skoraði þriggja stiga körfu í upphafi framlengingar og eftir smá japl, jaml og fuður var staðan enn jöfn 93-93. Það var svo Ismaila Sy sem negldi niður flautukörfu úr horninu, þriggja stiga körfu, og Nancy vann leikinn 96-93. Það má því segja að þeir 2000 áhorfendur sem voru á leiknum hafi fengið eitthvað fyrir snúð sinn.