30 jan. 2004Catawba College tapaði fyrir Presbyterian College 67-69 eftir framlengdan leik á miðvikudagskvöld. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 60-60. Helgi Már Magnússon skoraði 15 stig stig fyrir Catawba í leiknum, tók 5 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Þá náði Birmingham Southern efsta sætinu í Big Sourth-deildinni (NCAA 1. deild) með sigri á High Piont á miðvikudagskvöld 68-43. Jakob Sigurðarson var með 13 stig, 3 stoðsendingar og 2 stolna bolta í leiknum fyrir BSC. Helgi Margeirsson lék í 2 mínútur í leiknum og gerði eina þriggja stiga körfu. Jakob er sem stendur í 5. sæti 1. deildar skóla í Bandaríkjunum í vítanýtingu með 93,4%.
Helgi með 15 stig í naumum ósigri Catawba
30 jan. 2004Catawba College tapaði fyrir Presbyterian College 67-69 eftir framlengdan leik á miðvikudagskvöld. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 60-60. Helgi Már Magnússon skoraði 15 stig stig fyrir Catawba í leiknum, tók 5 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Þá náði Birmingham Southern efsta sætinu í Big Sourth-deildinni (NCAA 1. deild) með sigri á High Piont á miðvikudagskvöld 68-43. Jakob Sigurðarson var með 13 stig, 3 stoðsendingar og 2 stolna bolta í leiknum fyrir BSC. Helgi Margeirsson lék í 2 mínútur í leiknum og gerði eina þriggja stiga körfu. Jakob er sem stendur í 5. sæti 1. deildar skóla í Bandaríkjunum í vítanýtingu með 93,4%.