28 jan. 2004Undirritaður eyddi drjúgum hluta síðustu helgar á fjölliðamóti í minnibolta kvenna að Ásvöllum í Hafnarfirði. Svosem ekki ætlunin að fara að varpa hér inn sí og æ einhverjum lífsreynslusögum formannsins (heitir það ekki “blogg” í dag?), en slíkur viðburður getur þó vakið upp ýmsar hugleiðingar. Köllum þetta því “pistil”. Á mótinu endurspeglaðist kraftur unglingastarfs okkar aðildarfélaga. Þarna voru mætt Suðurnesjaliðin Njarðvík og Keflavík – þar sem hefð er fyrir öflugu og árangursríku unglingastarfi – og svo tiltölulega nýrri félög á borð við Hamar í Hveragerði og Fjölni í Grafarvogi, sem sýndu að framtíðin er þeirra. Og svo auðvitað liðið mitt – Haukastelpurnar – sem ég verð að fá að halda með þrátt fyrir annars hlutlausan atbeina að körfuknattleikshreyfingunni. Verið er að vinna virkilega gott starf hjá öllum þessum félögum. [v+]http://www.kki.is/greinar.asp?Adgerd=ein_grein&Recid=186[v-]Allur pistillinn[slod-].
Formannspistill - Fjölliðamót í minnibolta
28 jan. 2004Undirritaður eyddi drjúgum hluta síðustu helgar á fjölliðamóti í minnibolta kvenna að Ásvöllum í Hafnarfirði. Svosem ekki ætlunin að fara að varpa hér inn sí og æ einhverjum lífsreynslusögum formannsins (heitir það ekki “blogg” í dag?), en slíkur viðburður getur þó vakið upp ýmsar hugleiðingar. Köllum þetta því “pistil”. Á mótinu endurspeglaðist kraftur unglingastarfs okkar aðildarfélaga. Þarna voru mætt Suðurnesjaliðin Njarðvík og Keflavík – þar sem hefð er fyrir öflugu og árangursríku unglingastarfi – og svo tiltölulega nýrri félög á borð við Hamar í Hveragerði og Fjölni í Grafarvogi, sem sýndu að framtíðin er þeirra. Og svo auðvitað liðið mitt – Haukastelpurnar – sem ég verð að fá að halda með þrátt fyrir annars hlutlausan atbeina að körfuknattleikshreyfingunni. Verið er að vinna virkilega gott starf hjá öllum þessum félögum. [v+]http://www.kki.is/greinar.asp?Adgerd=ein_grein&Recid=186[v-]Allur pistillinn[slod-].