26 jan. 2004Akureyringurinn Óðinn Ásgeirsson hefur í vetur leikið með norska úrvalsdeildarliðinu [v+]http://www.ulrikeneagles.com/[v-]Ulriken Eagles[slod-]. Óðinn ákvað ásamt unnustu sinni að fara til Bergen í skóla og setti sig í samband við norska liðið þegar hann kom til Noregs. Hann skrifaði svo undir samning við félagið daginn sem hann hitti þá fyrst. Reglurnar í [v+]http://www.bl.no/[v-]norsku deildinni[slod-] eru nokkuð frábrugðnar þeim íslensku. Í Noregi skulu alltaf vera a.m.k. tveir norskir leikmenn inni á vellinum og ekki fleiri en tveir "kanar". Fimmti leikmaðurinn getur þá verið norskur eða frá öðru Evrópulandi. Þá geta líka verið allt að þrír leikmenn frá öðrum Evrópulöndum, en alltaf a.m.k. tveir Norðmenn. Í liði Óðins eru tveir "kanar", einn ameríkani með pólskt vegabréf, einn Júgóslavi og svo Óðinn. Það má því sjá að Óðinn fær ekki mikinn spilatíma en hann hefur verið að leika um 20 mínútur í leik í vetur og skora í kringum 10 stig í leik. Leikjafyrirkomulagið í Noregi er einnig töluvert flókið, minnir helst á fyrirkomulagið í íslenska handboltanum. Í [v+]http://www.bl.no/t2.asp?p=35444&x=1&a=84164[v-]norsku úrvalsdeildinni[slod-] eru 8 lið sem léku 14 leiki hvert fyrir jól. Þá fóru 4 efstu liðin BL1 og 4 neðstu í BL2. Þar leik svo liðin tvöfalda umferð hvert við annað. Tvö efstu liðin í [v+]http://www.basket.no[v-]BL1[slod-] komast svo beint í undanúrslit en lið 3 og 4 spila við lið 1 og 2 í BL2 um sæti í úrslitakeppni og þarf að sigra tvo leiki til að komast í þau. Ulriken hóf tímabilið mjög vel og voru lengi í toppbaráttunni en gáfu eftir er líða fór að jólum og enduðu í þriðja sæti í deildinni og komust þar með í BL1, þar hafa þeir nú leikið þrjá leiki og unnið einn og sitja neðstir. Nokkur órói hefur verið í kringum liðið utanvallar en þeir eiga þó enn góða möguleika á að komast alla leið. Síðastliðinn föstudag heimsóttu þeir [v+]http://www.harstadbasket.no/[v-]Harstad Vikings[slod-] og eftir erfiðleika við að komast á leikstað vegna ófærðar töpuðu þeir [v+]http://www.bl.no/tx.aspx?MatchId=1616586[v-]103-107[slod-] þar sem Óðinn lék í 19 mínútur og skoraði 17 stig. Af Loga Gunnarssyni er það að frétta að hann er að ná sér af meiðslum sínum en hann fór tvisvar úr axlarlið í nóvember og hann mun leika næsta leik liðs síns [v+]http://www.giessen46ers.de/[v-]Giessen 46ers[slod-] en þeir heimsækja RheinEnergi Köln næstkomandi laugardagskvöld. Ísak Einarsson lék með [v+]http://www.aalborgbasket.dk/abk.asp[v-]Aalborg[slod-] þegar þeir tóku á móti [v+]http://www.hicbasket.dk/[v-]Horsens IC[slod-] í [v+]http://www.basketligaen.dk/default.asp[v-]dönsku úrvalsdeildinni[slod-] í gær og töpuðu 64-93 og var þetta þrettánda tap þeirra í vetur en Aalborg eru nýliðar í deildinni og eina liðið sem leikur án bandarísks leikmanns. Ísak átti að venju ágætan leik fyrir Aalborg og skoraði 10 stig og tók 4 fráköst. [v+]http://cbisladetenerife.eresmas.com/[v-]Isla de Tenerife[slod-], lið Signýjar Hermannsdóttur, lék gegn Universitario Ferrol á laugardag og sigraði [v+]http://cbisladetenerife.en.eresmas.com/equipolf2/clasificacion.htm[v-]70-66[slod-] og skoraði Signý 7 stig. Tenerife er nú í 8. sæti [v+]http://cbisladetenerife.en.eresmas.com/equipolf2/clasificacion.htm[v-]spænsku annarar deildarinnar[slod-], hefur unnið 6 af 13 leikjum sínum.
Óðinn Ásgeirsson í baráttunni í Noregi
26 jan. 2004Akureyringurinn Óðinn Ásgeirsson hefur í vetur leikið með norska úrvalsdeildarliðinu [v+]http://www.ulrikeneagles.com/[v-]Ulriken Eagles[slod-]. Óðinn ákvað ásamt unnustu sinni að fara til Bergen í skóla og setti sig í samband við norska liðið þegar hann kom til Noregs. Hann skrifaði svo undir samning við félagið daginn sem hann hitti þá fyrst. Reglurnar í [v+]http://www.bl.no/[v-]norsku deildinni[slod-] eru nokkuð frábrugðnar þeim íslensku. Í Noregi skulu alltaf vera a.m.k. tveir norskir leikmenn inni á vellinum og ekki fleiri en tveir "kanar". Fimmti leikmaðurinn getur þá verið norskur eða frá öðru Evrópulandi. Þá geta líka verið allt að þrír leikmenn frá öðrum Evrópulöndum, en alltaf a.m.k. tveir Norðmenn. Í liði Óðins eru tveir "kanar", einn ameríkani með pólskt vegabréf, einn Júgóslavi og svo Óðinn. Það má því sjá að Óðinn fær ekki mikinn spilatíma en hann hefur verið að leika um 20 mínútur í leik í vetur og skora í kringum 10 stig í leik. Leikjafyrirkomulagið í Noregi er einnig töluvert flókið, minnir helst á fyrirkomulagið í íslenska handboltanum. Í [v+]http://www.bl.no/t2.asp?p=35444&x=1&a=84164[v-]norsku úrvalsdeildinni[slod-] eru 8 lið sem léku 14 leiki hvert fyrir jól. Þá fóru 4 efstu liðin BL1 og 4 neðstu í BL2. Þar leik svo liðin tvöfalda umferð hvert við annað. Tvö efstu liðin í [v+]http://www.basket.no[v-]BL1[slod-] komast svo beint í undanúrslit en lið 3 og 4 spila við lið 1 og 2 í BL2 um sæti í úrslitakeppni og þarf að sigra tvo leiki til að komast í þau. Ulriken hóf tímabilið mjög vel og voru lengi í toppbaráttunni en gáfu eftir er líða fór að jólum og enduðu í þriðja sæti í deildinni og komust þar með í BL1, þar hafa þeir nú leikið þrjá leiki og unnið einn og sitja neðstir. Nokkur órói hefur verið í kringum liðið utanvallar en þeir eiga þó enn góða möguleika á að komast alla leið. Síðastliðinn föstudag heimsóttu þeir [v+]http://www.harstadbasket.no/[v-]Harstad Vikings[slod-] og eftir erfiðleika við að komast á leikstað vegna ófærðar töpuðu þeir [v+]http://www.bl.no/tx.aspx?MatchId=1616586[v-]103-107[slod-] þar sem Óðinn lék í 19 mínútur og skoraði 17 stig. Af Loga Gunnarssyni er það að frétta að hann er að ná sér af meiðslum sínum en hann fór tvisvar úr axlarlið í nóvember og hann mun leika næsta leik liðs síns [v+]http://www.giessen46ers.de/[v-]Giessen 46ers[slod-] en þeir heimsækja RheinEnergi Köln næstkomandi laugardagskvöld. Ísak Einarsson lék með [v+]http://www.aalborgbasket.dk/abk.asp[v-]Aalborg[slod-] þegar þeir tóku á móti [v+]http://www.hicbasket.dk/[v-]Horsens IC[slod-] í [v+]http://www.basketligaen.dk/default.asp[v-]dönsku úrvalsdeildinni[slod-] í gær og töpuðu 64-93 og var þetta þrettánda tap þeirra í vetur en Aalborg eru nýliðar í deildinni og eina liðið sem leikur án bandarísks leikmanns. Ísak átti að venju ágætan leik fyrir Aalborg og skoraði 10 stig og tók 4 fráköst. [v+]http://cbisladetenerife.eresmas.com/[v-]Isla de Tenerife[slod-], lið Signýjar Hermannsdóttur, lék gegn Universitario Ferrol á laugardag og sigraði [v+]http://cbisladetenerife.en.eresmas.com/equipolf2/clasificacion.htm[v-]70-66[slod-] og skoraði Signý 7 stig. Tenerife er nú í 8. sæti [v+]http://cbisladetenerife.en.eresmas.com/equipolf2/clasificacion.htm[v-]spænsku annarar deildarinnar[slod-], hefur unnið 6 af 13 leikjum sínum.