15 jan. 2004Yiannis Ioannidis landsliðsþjálfari Grikkja hefur tilkynnt að hann ætli að bjóða sig fram til gríska þingsins, en kosningar fara fram í landinu 7. mars nk. Ioannidis er sigursælasti þjálfari Grikklands. Hann hefur unnið 12 meistaratitla og 6 bikarmeistaratitla með félagsliðum og er núverandi landsliðsþjálfari. Undir hans stjórn varð gríska landsliðið í 5. sæti á Evrópumótinu í Svíþjóð sl. haust. Þjálfarinn ætlar að stjórna landsliðið á Ólympíuleikunum í Aþenu í sumar jafnvel þótt hann hljóti kosningu í mars. Reyndar banna grísk lög þingmönnum að vera í annarri launaðri vinnu, en Ioannidis lætur það ekkert á sig fá og hefur boðist til að þjálfa liðið launalaust verði hann kosinn á þing.
Landsliðsþjálfari í þingframboð
15 jan. 2004Yiannis Ioannidis landsliðsþjálfari Grikkja hefur tilkynnt að hann ætli að bjóða sig fram til gríska þingsins, en kosningar fara fram í landinu 7. mars nk. Ioannidis er sigursælasti þjálfari Grikklands. Hann hefur unnið 12 meistaratitla og 6 bikarmeistaratitla með félagsliðum og er núverandi landsliðsþjálfari. Undir hans stjórn varð gríska landsliðið í 5. sæti á Evrópumótinu í Svíþjóð sl. haust. Þjálfarinn ætlar að stjórna landsliðið á Ólympíuleikunum í Aþenu í sumar jafnvel þótt hann hljóti kosningu í mars. Reyndar banna grísk lög þingmönnum að vera í annarri launaðri vinnu, en Ioannidis lætur það ekkert á sig fá og hefur boðist til að þjálfa liðið launalaust verði hann kosinn á þing.