14 jan. 2004Leifur Garðarsson körfuknattleiksdómari hefur fengið tilnefningu frá FIBA-Europe um að dæma tvo leiki í Evrópukeppnum félagsliða í næsta mánuði. Hann fer til Frakklands í byrjun febrúar og dæmir tvo leiki. Þann 3. dæmir hann leik Sluc Nancy og NIS Vojvodina frá Serbíu, í Evrópudeild karla. Daginn eftir dæmir hann svo leik Bourges Basket og Euroleasing-Orsi frá Ungverjalandi, í Evrópudeild kvenna. Með Leif í þessum leikjum verður pólski dómarinn Grzegors Ziemblicki.
Leifur dæmir í Frakklandi
14 jan. 2004Leifur Garðarsson körfuknattleiksdómari hefur fengið tilnefningu frá FIBA-Europe um að dæma tvo leiki í Evrópukeppnum félagsliða í næsta mánuði. Hann fer til Frakklands í byrjun febrúar og dæmir tvo leiki. Þann 3. dæmir hann leik Sluc Nancy og NIS Vojvodina frá Serbíu, í Evrópudeild karla. Daginn eftir dæmir hann svo leik Bourges Basket og Euroleasing-Orsi frá Ungverjalandi, í Evrópudeild kvenna. Með Leif í þessum leikjum verður pólski dómarinn Grzegors Ziemblicki.