13 jan. 2004Jakob Sigurðsson landsliðsmaður er á lista yfir þá leikmenn 1. deildar háskóla í Bandaríkjunum sem eru með bestu vítanýtinguna. Fyrir helgi var Jakob í fjórða sæti listans með 94,4% nýtingu, en í dag er hann í 12. sæti með 92% nýtingu. Hann hitti úr 7 skotum af 8 í leik á fimmtudagskvöld og féll við það niður um átta sæti. Þrír leikmenn á listanum eru með 100% nýtingu, en þeir leikmenn eru frá Duke, West Virginia og Florida A&M. Fróðlegt verður að fylgjast með stöðunni á listanum og hvort Jakob komist ofar. Hann er sem stendur með 46 víti hitt af 50 skotum. Birmingham Southern skólinn er í 7. sæti í fjölda 3ja stiga karfa yfir 1. deildar skóla í Bandaríkjunum með 9,3 körfur að meðaltali í leik.
Jakob í hópi þeirra hittnustu
13 jan. 2004Jakob Sigurðsson landsliðsmaður er á lista yfir þá leikmenn 1. deildar háskóla í Bandaríkjunum sem eru með bestu vítanýtinguna. Fyrir helgi var Jakob í fjórða sæti listans með 94,4% nýtingu, en í dag er hann í 12. sæti með 92% nýtingu. Hann hitti úr 7 skotum af 8 í leik á fimmtudagskvöld og féll við það niður um átta sæti. Þrír leikmenn á listanum eru með 100% nýtingu, en þeir leikmenn eru frá Duke, West Virginia og Florida A&M. Fróðlegt verður að fylgjast með stöðunni á listanum og hvort Jakob komist ofar. Hann er sem stendur með 46 víti hitt af 50 skotum. Birmingham Southern skólinn er í 7. sæti í fjölda 3ja stiga karfa yfir 1. deildar skóla í Bandaríkjunum með 9,3 körfur að meðaltali í leik.