5 jan. 2004Jakob Sigurðarson landsliðsmaður var valinn leikmaður vikunnar í Big South-deild bandarísku háskólakeppninnar í síðustu viku, 27. desember - 2. janúar. Jakob leikur sem kunnugt er með Birmingham Southern, ásamt miðherjanum Shema Mbyirukira, sem einnig var valinn leikmaður vikunnar. Jakob var með 16,7 stig og 6,7 stoðsendingar að meðaltali í þeim þrem leikjum sem liðið lék í vikunni. BSC sigraði í leik sínum á laugardaginn gegn Winthrop 61-54. Winthrop var fyrir tímabilið talið líklegt til sigurs í deildinni. Jakob skoraði 7 stig í leiknum, sem fram fór á heimavelli Winthrop fyrir framan 1.534 áhorfendur.
Jakob leikmaður vikunnar
5 jan. 2004Jakob Sigurðarson landsliðsmaður var valinn leikmaður vikunnar í Big South-deild bandarísku háskólakeppninnar í síðustu viku, 27. desember - 2. janúar. Jakob leikur sem kunnugt er með Birmingham Southern, ásamt miðherjanum Shema Mbyirukira, sem einnig var valinn leikmaður vikunnar. Jakob var með 16,7 stig og 6,7 stoðsendingar að meðaltali í þeim þrem leikjum sem liðið lék í vikunni. BSC sigraði í leik sínum á laugardaginn gegn Winthrop 61-54. Winthrop var fyrir tímabilið talið líklegt til sigurs í deildinni. Jakob skoraði 7 stig í leiknum, sem fram fór á heimavelli Winthrop fyrir framan 1.534 áhorfendur.